Miðvikudagur, 16. febrúar 2022
Sími Páls skipstjóra var afritaður á RÚV
Börnum Páls Steingrímssonar skipstjóra var sagt að búa sig undir það versta þegar faðir þeirra var fluttur í skyndi á gjörgæslu 4. maí á síðasta ári. Páli var byrlað eitur. Á meðan hann lá milli heims og helju var snjallsíma hans stolið.
Fréttamenn á RÚV, Kjarnanum og Stundinni vissu með 4 daga fyrirvara að síma Páls yrði stolið. Aðgerðin var þaulskipulögð. Síma skipstjórans var stolið og gögnin afrituð. Síðan var símanum skilað á sjúkrabeð Páls. Verktakinn sem sá um stuldinn var einhver nákominn Páli.
Enn hefur ekki verið upplýst hver þjófurinn er. En lögreglan veit það. Lögreglan þarf ekki á Þórð Snæ ritstjóra Kjarnans að halda til að upplýsa um þjóf og ,,heimildarmenn". Ritstjóri Kjarnans er aðeins þjófsnautur en slær sig til riddara og þykist vernda heimildarmann. Það er enginn heimildarmaður, aðeins þjófur og RÚV. Einu heimildir Þórðar Snæs eru gögnin úr síma skipstjórans.
Blaðamenn á Stundinni og Kjarnanum unnu með gögnin úr síma Páls í hálfan mánuð. Snemma morguns 21. maí birtu útgáfurnar samtímis fréttir unnar upp úr símtæki skipstjórans.
En hvers vegna biðu biðu þeir Aðalsteinn á Stundinni og Þórður Snær á Kjarnanum í hálfan mánuð með birtingu? Ástæðan er sú að smáforritin í snjalltækjum uppfærast reglulega. Eftir hálfan mánuð er símtækið búið að ,,gleyma" hvar það var tveim vikum áður. Með því að bíða í 15 daga töldu fréttamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans öruggt að símtæki skipstjórans væri búið að afmá upplýsingar um ferðalag símans í þjófahöndum.
Fljótlega eftir að komast til meðvitundar grunaði Pál skipstjóra að ekki væri allt með felldu með símtækið. Hann slökkti á símanum til að smáforritin myndu ekki eyða gögnum um staðsetningu. Þegar Páll kærði byrlun og stuld fékk lögreglan símann til rannsóknar.
Sími Páls skipstjóra var afritaður á Efstaleiti. Gögn úr símanum sjálfum staðfesta það.
Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks er með stöðu sakbornings í lögreglurannsókn. Hún er ekki eini starfsmaður RÚV sem þarf að svara til saka. Aðalsteinn og Þórður Snær skrifuðu fréttir í Kjarnann og Stundina sem þeir fengu matreiddar frá Glæpaleiti. Fleiri en Þóra stóðu að ráðabrugginu. Eins og mun koma í ljós.
Telur lögreglu vilja upplýsingar um heimildarmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú þykir mér týra á tíkarrófunni sem aldrei fyrr.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.2.2022 kl. 08:56
Maður hefur bara ekki við að trúa!
Sigurður I B Guðmundsson, 16.2.2022 kl. 11:40
Nokkuur óljóst og Páll Vilhjálms á að geta svarað.
a) afhverju var Páll á sjúkrahúsi Akureyrar?
b) var eitrað fyrir honum fyrir spítalavist á Akureyri á spítalanum á Akureyri eða í Reykjavík
c) var símanum stlið á Akureyri eða í Reykjavík?
d) var símanum skilað í Reykjavík eða Akureyri?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.2.2022 kl. 13:54
Ofafengin viðbrögð fjórmenninganna við kurteisri beiðni um upplýsingar
líta út fyrir að vera vel skipulögð og æfð
RUV var tilbúið með aðgerðapakka og réttu viðmælendurna til reyna stýra umræðunni eins langt frá brotinu og hægt var
Grímur Kjartansson, 16.2.2022 kl. 13:56
Hvaðan koma þessar upplýsingar?
Er lögreglan að leka þeim í tilfallandi bloggara?
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2022 kl. 14:33
Ríkisrekin skipulögð glæpastarfsemi. Þetta hlýtur að laga stöðuna heilmikið á transparency lista Atla Fannars.
Hólmgeir Guðmundsson, 16.2.2022 kl. 18:09
Ég man eftir þér á DV forðum daga.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.2.2022 kl. 19:05
Það sem er nýtt hér er þessi 15 daga gluggi sem appid hefu áður en það straujar innihaldið. Eitthvað sem gott er að hafa bakvið eyrað.
En það þarf tækni-fróðan til að búa yfir slíkri vitneskju.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2022 kl. 19:57
Líkist nú bsra morðtilraun freksr en fréttamennsku
Halldór Jónsson, 16.2.2022 kl. 21:06
Gott innlegg í umræðuna, ef blaðamennirnir hefðu ekki haft neitt við þetta að gera, annað en að flytja fréttir og eða upplýsingar frá huldumanni, hefðu þeir mætt í viðtal hjá lögreglu, en NEI! ÞEIR HAFA EITTHVAR AÐ FELA, annars væru þeir ekki að koma þessu upp á yfirborðið til þess að þagga það niður. Þar mistókst þeim hraparlega í eigin hroka og dramblæti, þar sem þeir telja sig yfir aðra hafnir.
Hér er farið yfir mjög alvarlegt mál, sem ég held að ekki bara þessir blaðamenn séu innvínklaðir í heldur einnig er ámælisvert hvernig útvarpsstjórar fyrrverandi og núverandi geta haldið haus. Þei eru svo skini skroppnir að velja Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem er tengd starfsmanni á RÚV, sem og viðreysnarmaddömmu er vann á RÚV til að tala máli sínu á þingi. Báðir þessir þingmenn eru vanhæfir og ættu að segja af sér verði fréttamennirnir sakfeldir, vegna aðdróttnanna í garð löggjafans og fjármálaráðherra.
Guðmundur Karl Þorleifsson, 16.2.2022 kl. 21:07
Ég legg til að RÚV fái syndaaflausn ef þeir gera loksins vandaðan og ítarlegan þátt um áhrif innleiðingar reglugerða ESB í íslensk lõg og þeirra sérhagsmuna sem slíkar gjörðir þjóna. Einkum skal litið til áhrifa innleiðingar samkeppnisreglna og orkupakka ESB á íslenskan orkumarkað og á íslenskan almenning í ljósi þeirra áhrifa sem sambærilegir gjörningar hafa þegar haft á orkumarkað og almenning í Noregi. Hvað vakti raunverulega fyrir íslenskum ráðamönnum?
Júlíus Valsson, 20.2.2022 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.