Reynir, Helgi Seljan og Stundin

Reynir Traustason er úr vestfirsku sjávarþorpi en Helgi Seljan austfirsku. Báðir komu þeir í blaðamennsku með stórt álit á sjálfum sér en lítið vit á faginu. Þeir böðlast áfram og skeyta hvorki um heiður né skömm. Falsfréttir, aðdróttanir, hávaði og læti í samspili fjölmiðla og samfélagsmiðla eru í fyrirrúmi en sannindi aukaatriði.

Reynir Traustason lýtur í gras fyrir Arnþrúði Karlsdóttur sem sagði þetta um kauða:

„Sjáðu bara eins og [...] stjórn­ar­formann Stund­ar­inn­ar, Reyni Trausta­son. Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf og fjöl­skyldu­ham­ingju á á sam­visk­unni? Bæði frá því sem rit­stjóri DV og rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og þá stjórn­ar­formaður Stund­ar­inn­ar.“

„Hvað held­urðu að hann hafi mörg manns­líf á á á sam­visk­unni þar sem hann hef­ur lagt heilu fjöl­skyld­urn­ar og fólk í rúst út af at­huga­semda­kerf­um sem hann lét með lyga­f­rétt­um sem að eru fram­leidd­ar?“

Helgi Seljan er kominn á Stundina, þar sem Reynir var stjórnarformaður, þegar ummæli Arnþrúðar Karlsdóttur féllu. Fyrir á fleti er annar garpur af Efstaleiti, Aðalsteinn Kjartansson. 

En hvers vegna er Helgi með búðsetu á Stundinni? Margverðlaunaður blaðamaðurinn af Efstaleiti.  

Jú, það stendur yfir lögreglurannsókn á glæpsamlegu athæfi fréttamanna RÚV. Eitrun Páls skipstjóra og gagnastuldur eru brátt á borði saksóknara.  

Hæstiréttur úrskurðaði um mannorð Reynis. Vinnulag Helga Seljan bíður dóms.  Báðir eru nátengdir Stundinni sem segist berjast fyrir réttlæti, gagnsæi og sjálfstæði. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þokkaleg athæfi piltanna atarna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2022 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband