Kolbrún og Skúli, frelsi og sósíalismi

,,Í langan tíma höfum við vegna farsóttar búið við höft sem takmarka mannréttindi fólks, hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar og valda kvíða og ótta," skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins. 

Kolbrún bætir við

Hér skal þeim þakkað sem á tímum farsóttar hafa spurt krefjandi og óþægilegra spurninga. Þar á meðal eru stjórnmálamenn, sem reyndar eru flestir úr sama flokknum. Hver skyldi vera skýringin á því?

Skúli Helgason borgarfulltrúi Samfylkingar skrifar grein í Vísi sem setur orð Kolbrúnar í samhengi

En það segir líka sína sögu að smittölur hafa margfaldast og náð svimandi hæðum einmitt þegar brestir hafa komið í samstöðuna. Þetta er ekki tíminn til að láta frjálshyggjuviðhorf ná yfirhöndinni.

Skúli fer nálægt því að segja ómíkrón-afbrigði Kínaveirunnar Sjálfstæðisflokknum að kenna. Sósíalísk samstaða er svar við loftslagsbreytingum sem og besta sóttvörnin. Frelsið á heima í skúffu embættismanna, segir Skúli efnislega, og þeir skammti okkur leyfi til að strjúka um frjálst höfuð. Allt í nafni samstöðunnar.

Kolbrún bendir á hið augljósa. Þeir sem efast um sósíalískar sóttvarnir koma flestir úr einum flokki. Sósíalistarnir eru í mörgum flokkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband