Laumuspil á RÚV, slökkt á Kveik

Á Þorláksmessu var tilkynnt að Baldvin Þór Bergsson yrði yfirmaður Kastljóss RÚV. Kortéri fyrir jól er þægilegt að fela fréttir. Í fréttayfirliti RÚV er hvergi getið um að einn úr stjórnendateymi Stefáns útvarpsstjóra hafi verið sendur inn á fréttadeild að stýra Kastljósi. Baldvin Þór kynnti sjálfur breytinguna með færslu á Facebook.

Lögreglurannsókn stendur yfir á aðild RÚV að stuldi á síma Páls skipstjóra Steingrímssonar og gögnum sem afrituð voru úr snjalltækinu og birt í fylgiritum RÚV, eins og tilfallandi lesendur vita. Til stóð að niðurstaða rannsóknarinnar lægi fyrir í desember en það dregst fram yfir áramót. Baldvin Þór var í skrifstofuvinnu þegar afbrotið var framið og líklega með hreinan skjöld. 

Þar sem niðurstöðu lögreglurannsóknar er beðið getur Stefán útvarpsstjóri ekki auglýst stöðu fréttastjóra. Rakel Þorbergsdóttir hættir á morgun. Nýr fréttastjóri getur illa verið sakamaður en nokkrir eru grunaðir. Ef allt væri með felldu væri búið að rannsaka innanhúss aðkomu starfsmanna að glæpnum og gerðar viðeigandi ráðstafanir. En Stefán útvarpsstjóri treystir ekki undirmönnum sínum að segja satt. (Geðveik staða fréttastofu að yfirmenn treysta ekki sannsögli undirmanna). Á meðan er enginn fréttastjóri. Vinnubrögðin einkennast af lausung og reiðileysi.

Fréttaskýringarþátturinn Kveikur er miðstöð atlögunnar að heilsu og eigum Páls skipstjóra. Kveikur er vikulegur þáttur. En í desember hefur verið slökkt á Kveik.

Á nýju ári gæti slokknað á fleiri týrum á Glæpaleiti en Kveik einum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Rúv er ríki í ríkinu og hegðar sér samkvæmt því og kjarkleysi stjórnmálamanna er ein helsta orsökin. Ólíklegt að nokkur breyting verði á þvi þótt nú heyrist að takmarka eigi eitthvað auglýsingar. Slíkum orðrómi fylgir to alltaf að "bæta skuli upp tekjutapid." þegar að gagnger endurskoðun á starfseminni er það sem þarf. 

Ragnhildur Kolka, 30.12.2021 kl. 11:00

2 Smámynd: rhansen

Rúv er algjörlega orðin siðasta sort a einhverju menningarlegu ..þvi ætti að loka !

rhansen, 30.12.2021 kl. 14:59

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Best væri auðvitað að slökkva alfarið á ruv, þessari týru sem sífellt fleiri missa traust á. Hætta innheimtu á útvarpsgjaldi og hætta styrkjum til annarra fjölmiðla. Að hver fjölmiðill verði að lifa á því trausti sem hann hefur og velvild hlustenda sjálfra.

Um öryggishlutverk stöðvarinnar þarf ekki að ræða. Það kom bersýnilega í ljós að því hlutverki var hún ekki í stakk búin til að sinna þegar óveður gekk yfir norðurland, fyrir ekki svo löngu síðan.

Gunnar Heiðarsson, 30.12.2021 kl. 16:40

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

"Gamla góða gufan" dugar. 

Sigurður I B Guðmundsson, 30.12.2021 kl. 17:27

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér er vert að spyrja höfund, aftur og nýbúinn, um það atriði sem hann kýs að höggva í sömu knérun með en það er meint rannsókn á einni eða annarri starfsemi sem fer fram á ágætu RÚV.

Nú virðist höfundur hafa e-ð fyrir sér í þeim efnum þó svo að margir bíði enn að fá e-a staðfestingu á sannleiksgildi fullyrðinga höfundar.

Hér heldur höfundur svo áfram að dreifa út óstaðfestum ávirðingum, byggt á upplýsingum sem leikmenn hafa síður aðgang að.

Því er aftur spurt; er höfundur þjófsnautur á þeim upplýsingum sem honum færist til handa , sbr : https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2273134/ ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.12.2021 kl. 19:29

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rétt, Sigfús Ómar, ég hef upplýsingar. Þær eru ekki stolnar.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2021 kl. 19:57

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Heiðraði Páll, nú liggur það fyrir að þú hefur upplýsingar sem þú telur rétt að greina frá, um tiltekið mál.

Átt þú bréf upp á það að þú hafir leyfi til að tíunda það sem þar kemur fram opinberlega eða eru þetta upplýsingar sem ætlaðar höfundum sem og leikmönnum ? 

Á meðan slíkur bevis liggur ekki fyrir, þá geta þetta ekki verið almennar upplýsingar eða hvað ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.12.2021 kl. 20:24

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ef ég nota upplýsingar í leyfisleysi, er ekki líklegt að sá sem veitti láti í sér heyra?

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2021 kl. 21:06

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Veit þinn aðili/tengiliður að þannig sé endilega í pottinn búið ? 

Kannski kann svo tilgangurinn hér að Helga meðalið ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.12.2021 kl. 22:23

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Skýrist þetta ekki bara Sigfús??, tímahjólið snýst og nýtt ár innan seilingar.

En inntak athugasemda þinna benda til þess að þú eins og aðrir lesendur Páls taka eftir hvað hann er beittur í þessum pistlum sínum um "Glæpaleiti".

Ég hef lesið andmæli viðkomandi eftir því sem Hringbraut og aðrir miðlar sem deila á Feisbók hafa birt.  Ég verð að segja eins og er að gegn hvessunni er teflt óttalegu væli, kjarninn í röksemdum Páls er að það var eitrað fyrir Páli skipstjóra, eitur sem kom honum milli heims og helju á gjörgæslu.

Ef það er rétt, þá segja menn ekki að þeir hafi fengið heimildina frá þriðja aðila sem þeir þurfa að vernda sem heimildarmann.

Annaðhvort hrekja menn að það hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum, eða menn eru uppvísir að vernda aðila sem víluðu sér ekki fyrir að beita Pútín aðferðum til að komast yfir upplýsingar.

Og það eina sem þú spáir í Sigfús er hvort Páll hafi formlega heimild til að fjalla um þessa manndrápseitrun??

Hve firrt erum við orðin ef við teljum allt réttlætanlegt í daglegri orrahríð um auð og völd??

Ég get ekki að því gert að mér finnst menn ekki hafa svarið af sér sakir á sannfærandi hátt í þessu máli.

En ég veit ekki það sem tíminn veit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2021 kl. 22:57

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ómar, kjarninn í mínum máli er einfaldlega það að mér finnst hræsni höfundar vera slík en kemur ekki í sjálfu sér á óvart.

Auðvitað veit höfundur það sem við og hin, að ef höfundur er með sínar upplýsingar um téða rannsókn, eitranir og stolna hluti, þá er höfundur að fara með  upplýsingar sem ekki eru ætlaðar almenningi öllu jafna.

Þá á meðan get ég ekki betur séð en að höfundur sé sá hinn sami þjófsnautur og hann vill kalla aðra.

Ég geri ekki ráð fyrir að ég, þú eða aðrir lesendur hér geti haft samband við lögregluna í RVK eða þá ríkisreknu og beðið um upplýsingar í mögulegri rannsókn á mögulegri eitrun og mögulega stolnum síma, sem e-r sjómaður á og á að hafa párað inn í.

Slíkar upplýsingar telur höfundur  hafa undir höndum, sem er gott, ef rétt reynist.

Á meðan annað hefur ekki komið fram er höfundur að birta upplýsingar sem hann á ekki vera með, blaðamaður eða geðveikislega duglegur kennari.

Það mætti þá kalla að vera þjófsnautur.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.1.2022 kl. 21:19

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigfús og gleðilegt nýtt ár.

Löggan hefur tilkynnt það opinberlega að málið sé í rannsókn, það er stuldurinn á farsímanum og niðurstaða ætti að liggja fyrir snemma á þessu ári.

Veikindi Páls og símastuldur er opinberar upplýsingar sem fréttir hafa verið skrifaðar um.

Það að nýr fréttastjóri sé ekki ráðinn er líka opinbert.

Restin er að því sem ég best fæ séð, getgátur og túlkanir Páls.

Það sem vekur hins vegar athygli mína er mjálmið hjá þeim sem þykjast hneykslaðir og bera af sér sakir.

Og Sigfús, ég get ekki að því gert að mér finnst það aukaatriði í máli sem varðar atlögu að lífi og limum, að ræða hvort sá sem ræðir það mál, hafi upplýsingar sem eigi ekki að vera opinberar.

Finnst það eiginlega vera nauðvörn á einhverju sem ég allavega myndi aldrei reyna að verja.

En sinn er siðurinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.1.2022 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband