Óvissan og ferðalagið

Öryggi frá vöggu til grafar einkennir velmegunarlífið. Teikn eru um að ekki sé lengur hægt að ganga að því vísu. Farsóttin veldur áhyggjum um heilsu og afkomu, og hefur gert það í tvö ár. Eldgos og jarðskjálftar við túnfót höfuðborgarinnar eru með ófyrirséðum sögulokum.

Farsótt og jarðhræringar sóttu okkur heim um það leyti sem við vorum að jafna okkur á óvissunni sem fylgdi svokölluðu bankahruni 2008. Annað ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur markaði þau pólitísku skil að í fyrsta sinn frá hruni endurnýjar meirihluti á alþingi umboðið. Í áratug var viðvarandi pólitískur ófyrirsjáanleiki. Hornsteinar stjórnskipunar léku á reiðiskjálfi. Þríeykið stjórnarskráin, fullveldið og blessuð krónan var undir fallöxinni.

Horft um öxl er mesta furða hve vel tókst til að lægja öldurnar og finna réttan kúrs úr brimrótinu sem Geir H. Haarde gerði að umtalsefni í beinni útsendingu 6. október 2008.

Menn vaxa af verkum sínum. Gildir líka um þjóðir. Öryggið ofan þilja þarf kjölfestu neðan sjólínu. Á meðan svo háttar er óvissan skemmtun á ferðalaginu.

 


mbl.is Skjálfti upp á 4,2 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband