Mánudagur, 20. desember 2021
Veirusamfélagið; lokað, opið eða í hálfa gátt?
Sóttvarnir í rauntíma eru nauðsynlegur ómöguleiki. Enginn veit fyllilega hvernig nýjasta afbrigðið hagar sér. Vitað er að ómíkrón er bráðsmitandi en einkenni vægari.
Öfgarnar eru að loka samfélaginu annars vegar og hins vegar opið samfélag með engar opinberar sóttvarnir. Ekkert þjóðríki fylgir opingáttarstefnu. Lokanir hafa verið misharkalegar. Íslenska leiðin hefur verið að hafa opið í hálfa gátt, slaka og herða á víxl. Fram að þessu hefur það gefist þokkalega.
Á bakvið umræðuna um sóttvarnir hér og nú glittir í aðra umræðu um hvort við fáum endurheimt samfélagið eins og það var fyrir farsótt. Stutta svarið er líklega ekki. Eðlilega veldur það nokkurri angist. Þá er ágætt að hugfast að eftir vetur kemur vor.
Bólar ekkert á minnisblaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gott að fá þig til baka Páll.
Varðandi niðurlag pistils þíns má vitna í vísdómsorð leiðara Moggans í dag;
"Þetta hlýtur að verða nýjum heilbrigðisráðherra mjög til umhugsunar þegar hann fær nýjar tillögur sóttvarnalæknis. Hvernig má það vera, tveimur árum eftir að pestin gerði vart við sig, að mögulega verði gripið til hertra aðgerða þegar upp er komið vægara afbrigði, af þeim sökum að spítalinn ráði ekki við vandann? Og hvernig sjá menn fyrir sér framtíðina í þessum efnum? Er ekki kominn tími til að ræða það?".
Það má ræða framtíðina.
Einhvern tímann þarf að láta reyna á bólusetningarnar, sérstaklega núna meðan þær virka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.12.2021 kl. 13:02
Núna miðað við tölvfræði deyja 0,17% af þeim sem fá Covid. Á venjulegu ári deyr um 2 þús manns af 360 þús manna þjóð. eða um 0,5%. Meðalaldur þeirra sem falla úr Covid er svipaður og þeirra sem deyja úr öðrum sjúkdómum.
Þannig bara þessi tölfræði segir manni að hættan af Covid sé ofmetinn. Líka, það flestir þeir sem hafa látist úr covid hafa haft undirliggjandi sjúkdóma sem hafa gert varnarkerfi þeirra veikara en ella.
Umræðan ætti að snúast um hvernig á að verja þetta fólk, en ekki hvernig ætti að setja helsi á þá sem munu útfrá þekktum gögnum lifa af að fá Covid.
Hinsvegar fáum við ekki að neinn aðgang að þeim upplýsingum.
Að lokum má benda á að það hafa verið fleyrri alvarleg tifelli tilkynnt inn vegna "Bólusetinga" en vegna sjúkrahúsdvalar. Sjá á tölfræðiupplýsingum hjá Covid.is og hjá Lyfjastofnun.
Jón Þór Helgason, 21.12.2021 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.