Blaðamenn eru hópsálir, segir formaður þeirra

Blaðamenn virka ekki nema þeir séu nokkrir saman á ritstjórn, segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. Einn blaðamaður geti ekki verið ritstjórn og því getur blogg ekki verið blaðamennska.

Hópsálir hugsa ekki sjálfstætt. Hópsálin skilgreinir heiminn sem ,,við" og ,,þeir." Þegar Helgi Seljan fékk á sig siðadóm um alvarlegt brot í Samherjamálinu brást hópsálin á Efstaleiti snarlega við, stökk ofan í skotgrafirnar. Kallað var á hjálp starfsfélaga og vinstriþingmanna. Enginn þorði að ræða upphátt hvað Helgi hafði gert. Þess vegna var vörnin hans æfing í dómgreindarleysi og botnlausri fákunnáttu í faginu sem heitir blaðamennska.

Sigríður Dögg formaður og fréttamaður á RÚV segir að hið

mik­il­væga sam­tal sem á sér stað inn á rit­stjórn­um, sem ger­ir fjöl­miðil að fjöl­miðli, en þar sé meðal ann­ars rætt um hvernig efni skuli meðhöndlað, hvað sé frétt og hvers vegna. 

Einmitt. Samtalið á ritstjórn RÚV eftir siðadóminn yfir Helga komst að þeirri niðurstöðu að virða ætti siðareglur að vettugi þegar þær koma ,,okkur" illa. Hópsálir, sem sagt.

Sjálfstæðir einstaklingar eru gagnrýnir, hjörðin fylgir boðskap. Gagnrýninn einstaklingur tekur áhættu einn gegn viðteknum rétttrúnaði, hópsálin sækir í skjól múgsins á samfélagsmiðlum. 

Sigríður Dögg setur hópsálir á ritstjórn skör hærra en eins manns útgáfur. Formaðurinn krefst að ríkið fjármagni hópsálarblaðamennsku en hafni einyrkjum.

Helsti glæpur einyrkja á ritvellinum er að stela orðum og hugmyndum frá öðrum einstæðingum. Á Glæpaleiti þykir það of lítilfjörlegt afbrot til að fá ríkisstyrk. 

 

 

 


mbl.is Ekki fjölmiðill nema þar starfi ritstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband