Föstudagur, 17. desember 2021
Doddi bloggar, biður um ríkisstyrkt frelsi
Ritstjóri Kjarnans skrifar laaaangt blogg um að fá ríkisstyrk til að ,,bjarga frjálsri fjölmiðlun á Íslandi."
Ríkisfé tryggir frelsi, trúir Doddi.
Sjálfur iðkar hann frelsið til að höndla með þýfi frá ríkisreknu Glæpaleiti.
Athugasemdir
Það má til sanns vegar færa að nokkur aðstöðumunur er á milli ruv og hinna minna ríkisreknu fjölmiðlana. Til að að jafna þann aðstöðumun eru tvær leiðir, önnur að gera alla fjölmiðla ríkisrekna að fullu og hin að skerða ríkisrekstur þess sem er dómerandi.
Ég hallast að síðari lausninni. Vil reyndar skerða allan ríkisrekstur til fjölmiðla niður í núll. Að allir fjölmiðlar verði að lifa á eigin forsendum og sínum trúverðugleik. Auðvitað mun þá fjölmiðlum fækka verulega, óvíst að nokkur nústarfandi myndi lifa það af. Á móti fengjum við kannski tvo til þrjá fjölmiðla sem fólk gæti treyst.
Gunnar Heiðarsson, 18.12.2021 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.