Kjöt þarf ekki geðlyf

Björn Hjálmarsson, geðlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, ræðir óhóflega geðlyfjanotkun fermingarbarna.

Ef eitthvað ves er með skrokkinn þá fer maður á spítala, sagði lýðveldiskynslóðin. Hippakynslóðin reykti sig og drakk í gegnum líkamlega sem andlega óværu. Í hjáverkum dunduðu hipparnir sér við að uppfylla spásögn Nietzsche um dauðan guð.

2000-kynslóðin heimtar hugarlyf ef hún er eitthvað sorrí.

Tilfallandi umorðun á sjónarmiði Björn geðlæknis er að kjöt þarf ekki geðlyf. Kannski magnýl eða íbúfen en ekki kvíðastillandi. Kjöt kvíðir ekki.

Maðurinn, fermingarbörn meðtalin, er eitthvað meira en frumuklasi, þegar öllu er á botninn hvolft. 

Betur að hipparnir hefðu ekki komist í Nietzsche.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það eru óæskilegir UMHVERFIS-ÞÆTTIR; sjónvarp og ómenning

 sem að eru alltaf að stuða fólk upp í meiri hraða og vitleysu.

Motorsport, hnefaleikar & "Fjörskylda"

eins og einn sjónvapsþátturinn í rúv-sjónvarpi heitir.

-----------------------------------------------------------------

Lausnin gæti verið að breyta alveg um lífstíl 

og einbeieta sé að JÓGA OG MATJURTA-RÆKT. 

Jón Þórhallsson, 13.12.2021 kl. 13:56

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þessi geðlyfjagjöf er sennilega búin að standa yfir mjög lengi og ungt fólk er sennilega mjög mikið á als konar geðlyfjum eins og kvíðastillandi og gleðilyfjum.  Fyrir nokkru var mikið talað um að endalaust væri verið að byrla konum lyfjum á börum.  Steinunn Ólína varaði við að drekka ofan í þessi geðlyf, og feministar heltu sér yfir hana með óhróðri og sítkasti.  Stuttu seinna komu upp nokkur tilfelli þar sem konum var byrlað og þær flutta beint á sjúkrahús.  Það hefur verið tekið úr þeim blóð til að rannsaka þetta, allar öryggismyndavélar hafa verið skoðaðar, en það kom ekkert út úr þessu og blöðin sem þykjast vera að segja það sem almenningur á að vita, steinhéldu kjafti, nú sögðu fjölmiðlar ekki orð en voru áður uppfull af fréttum af mannvönsku karlmanna.  Þetta mál ern enn eitt dæmið um hvað fjölmiðlar eru lélegir, hlutdrægir og siðlausir og Það er siðlaust að einn siðspiltasti fjölmiðillinn skuli vera á ríksjötunni.

Kristinn Sigurjónsson, 14.12.2021 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband