Sunnudagur, 12. desember 2021
Mistökin í Úkraínu, frjálslynda siðblindan
Úkraína er bakgarður Rússa. Rétt eins og Kanada og Mexíkó eru bakgarður Bandaríkjamanna. Washington myndi aldrei leyfa aðild Kanada eða Mexíkó að hernaðarbandalagi er ógnaði Bandaríkjunum.
Frjálslynd siðblindni leiddi Bandaríkin og Evrópusambandið til að færa Úkraínu undir Nató. Borgarastríðið 2014 var vestræn tilraun til að knésetja Rússland. Með Nató-sveitir í Póllandi, Eystrasaltsríkjum og Úkraínu yrði Moskva í sömu stöðu og Kaupmannahöfn gagnvart þýskum herjum á 20. öld. Mótspyrna er fyrirfram tilgangslaus.
Pútín lék tvo leiki á heimaslóðum og annan í útlöndum. Vopnaði uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu og tók Krímskaga. Þriðji leikur Pútín var að beita sér í borgarastríðinu i Sýrlandi og tryggja Assad forseta þar sigur á aðskiljanlegum uppreisnarhópum studdum af vesturlöndum.
Pútín og Rússar, í fáum orðum, tóku vestrænu ríkin í nefið 2014-2016. Fimm árum síðar ógna Rússar Úkraínu og vesturveldin boða viðskiptaþvinganir. Brandari. Viðskipti eru hjóm eitt i samanburði við öryggishagsmuni ríkisins.
Mistakasaga frjálslyndu siðblindunnar hófst með endalokum kalda stríðsins og falli Sovétríkjanna 1989-1991. Ráðandi hugmyndafræði i Washington og Brussel, sem hýsir bæði ESB og Nató, var að umskapa heimsbyggðina í anda vestræns frjálslyndis. Nöfn rifja upp þá sögu: Afganistan, Líbýa, Írak, Sýrland og Úkraína. Tómt klúður. Múslímar vildu ekki vestræna menningu þótt hún bæri fallegt nafn, arabíska vorið. Rússar afþökkuðu handleiðsluna og létu sprengjum rigna á meint vor í Sýrlandi.
Rússum var lofað, þegar þeir samþykktu sameiningu Þýskalands, að Nató færði sig ekki lengra í austur en næmi Þýskalandi. Þau loforð voru svikin með inngöngu Austur-Evrópuríkja í Nató. Vesturveldin töldu að Úkraína yrði auðveld bráð 2014. Sjö árum síðar skilja þau ekki enn skriftina á veggnum. Vestrænt frjálslyndi er léleg útflutningsvara til annarra menningarheima.
Pútín mun ekki ráðast inn í Úkraínu i bráð. En hann skynjar veikleika vesturveldanna og hyggst nýta tækifærið og tryggja öryggishagsmuni Rússlands. Lái honum hver sem vill.
Rússar hætti á stórfelldar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stríð í Ukrainu yrði okkar stríð og haukarnir í Washington og hafa í hendi sér hvort úr verður. Hvad segir Katrín við því?
Ragnhildur Kolka, 12.12.2021 kl. 10:22
Það er sannarlega ánægjulegt að lesa þessa raunsæju lýsingu Páls Vilhjálmssonar á stöðu heimsmála um þessar mundir. Það væri sannarlega ríkt tilefni fyrir hann að halda erindi eða fræðslu fyrir blinda og heilaþvegna flokksbræður á borð við þá frændur, Björn og Bjarna, svo ekki sé nú minnst á hægri-demókratan, Katrínu Jakobsdóttur úr liði Vinstri-grænna.
Jónatan Karlsson, 12.12.2021 kl. 17:09
NATO á enga möguleika ef til stríðs kemur í Úkrainu.
Bandaríkin vita þetta og ætla í staðinn að efna til viðskiftastríða að sögn Blinken
Viðskiftastríð við Rússa yrði reiðarslag fyrir Evrópubúa.
Mikið verra en flestir halda.
Blinken er hisnsveagar alveg á því að það sé allt í lagi að fórna Evrópu.
Því miður virðast leiðtogar Evrópu vera sammála honum.
Borgþór Jónsson, 13.12.2021 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.