Bækur og höfundar hugsana

Bækur verða til úr bókum, sagði fræðimaður, mögulega Hermann Pálsson, þegar hann velti fyrir sér höfundum Íslendingasagna sem eru án nafns og kennitölu. Þegar frá líður ritunartíma gleymast höfundar en bækurnar lifa. Nema stærstu höfundarnir.

Við þekkjum Snorra og Sturlu bróðurson hans. En hvort Snorri hafi skrifað Eglu eða Sturla Njálu er alls óvíst, þótt haft sé fyrir satt að höfundarverk Snorra sé Heimskringla og að frændi skrifaði Íslendingasögu og eina konungasögu.

Nú er um það deilt hvort Ásgeir Jónsson hafi nýtt sér hugmyndir Bergsveins Birgissonar um efnahagslegar ástæður landnáms. Hinn möguleikinn er að sú hugsun að Ísland hafi í öndverðu verið verstöð sé orðin svo almenn að enginn eigi þá hugmynd. Ónytjuð verstöð var almannagæði, rétt eins og frásögnin af landnáminu, sjálf Landnámabók, er almannagæði. Og án höfundar.

Nefnd á vegum Háskóla Íslands er komin í málið og fer án efa rækilega í saumana.

Bækur verða til af bókum, hugsanir af hugsun. En við viljum svo gjarnan vita höfundinn.


mbl.is „Hryggilegt“ að sjá svör Ásgeirs og Sverris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband