Katrín sendir RÚV pillu

Forsetaúrskurður um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta setur fjölmiðla undir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið. RÚV er þar í flokki og eftirlit með ,,aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum" auk fjölmiðlanefndar og prent- og netmiðlum.

Katrín forsætis fylgdi úr hlaði breytingum á stjórnarráðinu og sagði

„Rök­ræða og jafn­vel stöku rifr­ildi eru mik­il­væg for­senda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurf­um því að sýna skoðunum annarra meiri virðingu en stund­um er gert í hana­slag nets­ins og hollt að muna að það er eng­inn sem er hand­hafi alls hins rétta og góða í sam­fé­lag­inu.“

RÚV heldur sig ,,handhafa alls hins rétta og góða í samfélaginu" og skipuleggur fjölmiðlaherferðir í því skyni. Á spena ríkisfjölmiðilsins eru tvær netútgáfur, Stundin og Kjarninn, sem höggva í sama knérunn. 

Ríkismiðillinn er ekki lengur hluti íslenskrar menningar í skiptingu stjórnarráðsins á málaflokkum. Áður naut RÚV virðingar. En nú er Snorrabúð stekkur; fjölmiðlalyngið á Efstaleiti galandi góðfólki að leik. 


mbl.is Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Afstætt hvert Kata er að beina spjóti sínu þarna. Held að menn túlki þetta eins, báðum megin borðsins og haldi þetta sneið til hins.

Annars gott að netþrasmenningin sé rædd. Hún er 90% ad hominem í stað samræðu; skítkast og hurðaskellir. Íslendingar misstu vitið og eiginleikann til að skiptast á skoðunum við hrunið 2008. Kominn tími til að taka sönsum og dusta rykið af gomlum og sígildum mannasiðum.

Ruv þarf að brýna skilninginn á því hver munurinn er á hugtökunum huglægt og hlutlægt.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2021 kl. 09:48

2 Smámynd: rhansen

Ef Katrin gengi á undan og syndi sjalf i orði og verki það sem hun slengir fram ætlað öðrum ..þá fylgdi þvi trúverðuleiki !

rhansen, 2.12.2021 kl. 10:57

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti höfundur, mér reiknast til að í síðasta mánuði hafir þú ritað/rantað, allt eftir nefi hvers og eins, um 14 færslur um málefni RÚV og meinta, algerlega ósannaða "rannsókn" á hendur þeim sama miðli.

Þar sem þú vinnur við að kenna og ert því klárari en við flest tæplega meðalgreindu einstaklingarnir, hvernig stafar einn orðið þráhyggja ?

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2021 kl. 14:47

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ekki nema 14? Ég sit einn að stærsta fréttamáli ársins. Verð að herða mig á meðan ég er einn um hituna.

Hvað eru annars margar Namibíufréttir á RÚV ár? Ég veit að engin kom eftir að málið ónýttist fyrir RÚV-urum. En þær skiptu tugum sem birtust á meðan Efstaleiti hélt að Samherji yrði ákærður.

Páll Vilhjálmsson, 2.12.2021 kl. 16:46

5 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur góður, þú sem allt veist, að það stoðar lítið að benda á aðra þegar einn er til rannsóknar, eða er ekki svo ? 

Hvað aðrir miðlar skrifa um hin ýmsu lönd í allskonar heimsálfum koma málinu lítið við hér. Ekki frekar en að þinir geðgóðu nemendur sem svíkjast um að læra heima bendi á aðra við döpur skulaskilin.

En þú gleymdir að klára þetta með þráhyggjuna....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.12.2021 kl. 16:59

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég skrifaði um þráhyggju manns em lagðist inn á geðdeild. Þú getur flett upp á því. Vakti nokkra athygli ef ég man rétt.cool

Páll Vilhjálmsson, 2.12.2021 kl. 17:07

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Þessi síðasta athugasemd er með þeim betri :)

Hólmgeir Guðmundsson, 2.12.2021 kl. 18:19

8 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hún er komin með alræðisvald og við vitum það öll. Því vill hún hljóma móðurlega í miðju þjóðarmorði.

Guðjón E. Hreinberg, 2.12.2021 kl. 20:03

9 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Guðjón það vita þetta ekki allir, en því fleiri því betra.

Kristinn Bjarnason, 4.12.2021 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband