Mánudagur, 29. nóvember 2021
Fjárfesta í fólki, en skattlegga fyrst
Fyrirtæki fjárfesta í fólki til að auka samkeppnishæfni á markaði. Stjórnvöld sem boða fjárfestingar í fólki ættu að hugsa til þess að áður en til þeirrar fjárfestingar kemur þarf að innheimta skatt - af sama fólkinu.
Ríkisstjórn sem kynnt er til sögunnar í upphafi aðventu fyrirgefst að tala eins og jólasveinninn komi snemma til byggða. Ríkisjólasveinninn gefur gjafir sem viðtakendur borga fullu verði, auk umsýslukostnaðar.
Stjórnvaldi er hvorki ætlað að gera fólk hamingjusamt né efnað. Meginhlutverk stjórnvalda er að setja samfélaginu leikreglur, sjá um að innviðir séu traustir og að stöðugleiki ríki. Fólk sér sjálft um hamingju sína og fjármál. Engin dæmi í sögunni eru um að stjórnvöld geri þegnana efnaða. En mörg dæmi um að ríkisvaldið skapi fátækt og eymd.
Ríkisstjórnin ætlar að fjárfesta í fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geta fyrirtæki fjárfest í fólki?
Í dag er hægt að fá menntun og útskriftarskírteini fyrir flest
og fyrirtæki sýna gífurlega hugmyndaauðgi í að búa til starfstitla til að hífa upp launin
en það virðist vera orðið algjör undantekning ef fólk starfar hjá sama fyrirtæki eða stofnun lengur en 5 ár
Grímur Kjartansson, 29.11.2021 kl. 07:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.