Mánudagur, 15. nóvember 2021
Vinsældir ríkisstjórnarinnar, 2 skýringar
Starfsstjórn Katrínar Jakobsdóttur nýtur fádæma vinsælda. Tvær skýringar eru nærtækar.
a. Þjóðin vill stöðugleika
b. Starfsstjórn er þrátt fyrir nafnið ekki starfssöm. Þannig er óskaríkisstjórn þjóðarinnar.
Fáorður stjórnarsáttmáli hæfir.
Meginhlutaverk ríkisvaldsins er að skapa borgurum landsins traustan ramma til að lifa sínu lífi.
Stundum er þörf á inngripum ríkisvaldsins, sbr. farsóttina. En þá er að takmarka sem mest hömlur og skerðingar. Í samanburði við útlönd hefur það tekist.
Stjórnmálamenn verða vinsælli eftir því sem þeir láta almenning meira í friði.
Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aukist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
VG er dæmi um flokk sem væri ekki til ef þeir gerðu eitthvað. Snilld þeirra er að sigla milli skers og báru í öllum umdeilanlegum málum. Það lærðu þeir á icesave. Þar voru þeir eins oftast farþegar í fíflafleyi samfylkingarinnar.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2021 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.