Herða, slaka og útskúfa - veirupólitík

Hægrimenn eru heldur á því að slaka á sóttvörnum, en vinstrimenn krefjast yfirleitt harðari aðgerða gegn farsótt. Frá vinstri hljóma raddir um að útskúfa óbólusetta frá samfélaginu. Til hægri er fremur það sjónarmið að bólusetning skuli valkvæð.

Svo er það fagleg nálgun sem Þórólfur sótti stendur fyrir. Þar sem ríkisvaldið eitt, en ekki fyrirtæki eða einstaklingar, getur kveðið farsóttina í kútinn er faglega ráðgjöfin yfirleitt að beita stjórntækjum ríkisvaldsins og setja hömlur til að hindra útbreiðslu.

Þórólfur sótti reynir hverju sinni að fara mildustu leiðina að hefta veirusmit og samfélagið í leiðinni.

Sóttvarnir eru líkt og lýðræðið ekki spurning um bestu lausnina heldur skástu. Í pólitískri umræðu, bæði til hægri og vinstri, er aftur uppi krafan bestu lausnina. Hún er bara ekki til. Ekki frekar en í mannlífinu almennt.

 


mbl.is Svandís komin með minnisblað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband