Þriðjudagur, 9. nóvember 2021
Play er EES og alþjóðvæðingin
Alþjóðavæðing Íslands hefst með EES-samningnum 1994. Með þeim samningi gáfu Íslendingar frá sér drjúgan skerf af fullveldinu, til góðs og ills.
Margir vinstrimenn og kratískir hægrimenn, Samfylking og Viðreisn, vildu ganga lengra og afhenda Brussel algjört forræði yfir íslenskum málum, með inngöngu í Evrópusambandið.
Flugfélagið Play er skilgetið afkvæmi EES-samningsins. Forseti ASÍ segir félagið ,,hættulegt íslensku launafólki."
Einu sinni studdi ASÍ aðild Íslands að ESB.
Hver er stefnan núna?
Play er stórhættulegt fyrirtæki segir Drífa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Allur kaupskipafloti Íslendinga var flaggað út fyrir mörgum árum.
Sama mun ske með flugið vegna þrýstings frá ASÍ.
Þegar enginn mun starfa lengur í fluggeiranum eins og með
farskipin, munu við sitja uppi með fullt af flugfreyjum og flugvirkjum sem
engva atvinnu munu fá nema erlendis.
PLAY er bara að spila eftir reglum EU sem ASÍ hefur dásamað sem
lausn á öllu. Hvað er það sem Drífa skilur ekki..?
Er draumurinn með EU að breytast í martröð..?
Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2021 kl. 14:00
Þannig að þú Páll myndir þá vilja bakka alveg út úr EES að öllu leiti?
Jón Þórhallsson, 9.11.2021 kl. 14:10
Hvernig skyldi yfrdrátturinn hjá Isavia líta út hjá Play? WOW var nú mikilvirkt í að bíða eftir hagnaði á næsta ári.
Halldór Jónsson, 9.11.2021 kl. 17:46
Flugþjónar eru ekkert síðri en flugfreyjur og þeir munu þiggja störf í flugvélum rétt eins og þeir starfa á veitingastöðum. Ég sé þeim líka fækka með leððer veskin hlaupandi í buisnes,enda flestir sterklega byggðir til skapandi útivinnu að nýta okkar gjöfula land.Mikið rætt um vinnslu eldsneytis,einmitt sniðið fyrir hæfileika karla okkar.
Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2021 kl. 04:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.