Mánudagur, 8. nóvember 2021
Hagsæld, óánægja og fjöldi stjórnmálaflokka
Hagsældartíminn eftir hrun hófst 2011/2012. Við fórum að tala um svokallað hrun. Með hagsæld vex óánægja. Sumir óttast að verða eftirbátar þegar aðrir græða á daginn og grilla á kvöldin.
Stjórnmálaflokkar stofnaðir á veltiárunum eftir hrun eru m.a. Dögun, Píratar, Viðreisn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn. (Miðflokkurinn ekki talinn með enda klofningur úr Framsókn.)
Nú þegar Dögun hættir starfsemi má hafa það til marks um að hagsældinni sé brátt lokið og óánægjan dvíni.
Dögun formlega slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.