Föstudagur, 5. nóvember 2021
Eftir Glasgow: meiri olíu og gas, takk
Orkumálaráðherra Bandaríkjanna biður OPEC, olíuframleiðsluríkin, að framleiða meiri olíu. Evrópusambandið herjar á Pútín í Rússlandi að framleiða meira gas. Orkureikningar evrópskra heimila eru á hraðri uppleið vegna orkuskorts.
Krafa um auka framleiðslu jarðefnaeldsneytis er uppi viku eftir að Bandaríkin og Evrópusambandið sögðu í Glasgow að brennsla þessa eldsneytis væri jörðina lifandi að drepa.
Langtímaspá gerir ráð fyrir að veturinn í Ameríku verður kaldur og snjóþungur. Ekki kjöraðstæður fyrir vindmyllur og sólarrafhlöður.
Trúverðugleiki heimsleiðtoga er í húfi. Einn daginn segja þeir olíu og gas drepa siðmenninguna en daginn eftir panta þeir meira af olíu og gasi. Mótsögnin getur ekki verið augljósari. Sumir spá endalokum hamfaratrúar á manngert veðurfar þegar tvöfeldnin rennur upp fyrir alþjóð.
En maður veit ekki. Þeir eru svo margir sem trúa einu fyrir hádegi en allt öðru síðdegis sama dag. Eins lengi og trúað er í einlægni skipta sannindi engu máli.
Athugasemdir
Grímur Kjartansson, 5.11.2021 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.