Gréta, vísindi, trú og pólitík

Loftslagsvá eða ekki er vísindaleg spurning. Hvort er lofthiti jarðar að hækka af mannavöldum eða ekki? Hitastig er hægt að mæla. Ef vísindi eru til einhvers þá eru það mælingar.

Trú er ekki mælanlegt fyrirbæri. Þegar vísindum sleppir tekur trúin við. Trúin er altæk en vísindin sértæk. Enginn getur lifað vísindalegu lífi, til þess eru vísindin of smágerð, svara ekki stóru spurningunum. Maðurinn hefur sem tegund nær alla sína tíð lifað trúarlífi.

Vísindin geta engu svarað um tilgang lífsins en það er einmitt sérgrein trúarinnar. Í vísindum er spurningin um erfðasyndina merkingarlaus. Trúin og syndin eru systur, geta ekki án hvor annarrar verið. 

Gréta Thunberg er ekki vísindamaður. Þegar jafnaldrar hennar voru í skóla til að verða vísindalega læs var Gréta í verkfalli. Jesú fór í eyðimörkina, dvaldi þar í fjörtíu daga og nætur án matar. Gréta fór í 40 daga verkfall en át vel á meðan, annars hefðu foreldrar hennar komist í kast við sænsku barnaverndina.

Skilaboð Grétu til heimsbyggðarinnar eru þessi, skv. viðtengdri frétt: 

„Verið hrein­skil­in um það á hvaða stað þið eruð, um það hvaða mis­tök hafa verið gerð, um það hvernig þið eruð enn að bregðast okk­ur,“ sagði Thun­berg.

„Það er mín sann­fær­ing að ár­angri sé náð þegar fólk nær loks­ins að átta sig á því hvað ástandið er slæmt og því að við þurf­um á mikl­um breyt­ing­um að halda, að við þurf­um að jafna nú­ver­andi kerfi við jörðu vegna þess að þannig verða til breyt­ing­ar.“

Gréta er trúarleiðtogi með pólitíska dagskrá.

Grétufylgjendur bera fyrir sig vísindi en hafa fyrir leiðtoga vísindalega ólæsan mannkynsfrelsara í barnslíkama. Ólæsi er trúarleg dygð. Spámaðurinn, þessi sem apaði eftir Jesú í arabísku eyðimörkinni, var ólæs. Sá sem er læs getur lært á hana veröld. Tossinn þarf á almættinu að halda.

Vísindi og trú eru hvor sín útgáfan af heiminum. Þeir sem trúa á loftslagsvá taka það versta úr hvorri útgáfu. Vísindi vita ekkert um framtíðina; þau mæla það sem er en geta í mesta lagi spáð hvað verður. Trúin veit ekkert um samtíðina en allt um eilífðina.

 

 


mbl.is Thunberg krefst hreinskilni stjórnmálafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ja hérna! Það borgar sig ekki einusinni að pæla í þessari loftslagsvá,en þeim mun skemmtilegra að lesa höfund þessa pistils.- Svo einfalt að lesa tilganginn með fjölreytnum aðgerðum frá sömu hugsuðum:Þeir eru allir eins með sama takmark og við vitum hvað.


Helga Kristjánsdóttir, 24.10.2021 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband