Föstudagur, 15. október 2021
Kynjakvóti: 2000 kvenkennarar í hættu
Konur eru aðeins 10% framkvæmdastjóra. Hlutfall karlkyns grunnskólakennara er litlu hærra eða 16% og fer lækkandi. Ákall er um að hækka hlutfall kvenna í stöðu framkvæmdastjóra og setja kynjakvóta í lög.
Allur þorri framkvæmdastjóra starfar á einkamarkaði. Allir grunnskólakennarar eru opinberir starfsmenn.
Áður en ríkisvaldið setur lög um hvernig kaupin gerast eyrinni í atvinnulífinu verður ríkið að leiðrétta kynjahalla hjá hinu opinbera. Að öðrum kosti yrði hrár valdafemínisminn of sýnilegur
Um 4500 konur eru grunnskólakennarar. Til að jafna kynjahlutföllin þarf að fækka þeim um tæp tvö þúsund.
Ef jafnréttissinnar á alþingi legðu fram frumvarp að fækka kvennastörfum til að fjölga körlum í stétt kennara myndi víða heyrast hljóð úr horni. Vitanlega mun slíkt frumvarp aldrei líta dagsins ljós. En kannski frumvarp um að annar hver framkvæmdastjóri skuli vera kvenmaður. Það er svo freistandi að slá sig til riddara hjá valdafemínistum.
Konur aðeins 10% framkvæmdastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verða þá um þeir einstaklingar sem skrá sig hvorki sem karl eða kona hjá þjóðskrá einhverskonar uppbótaþingmenn sem hægt er að rótera fram og til baka eftir þörfum
Grímur Kjartansson, 15.10.2021 kl. 08:57
Sama myndi gerast í stétt hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Sennilega sálfræðinga líka, konur hafa tekið yfirhöndina þar.
Kvenkynsdeildarstjórar á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra eru konur, nánast undantekningalaust. Hjúkrunarframkvæmdastjórar eru nær eingöngu konur.
Skólastjórar í leik- og grunnskóla eru að mestu leyti konur. Opinberir stjórnendur vega ekki eins þungt og stjórnendur á almenna markaðnum.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 15.10.2021 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.