Vinstrimenn til hjálpar Miðflokknum

Standi Miðflokkurinn af sér þá gjörningahríð sem hófst þegar þriðjungur þingflokksins flutti á höfuðbólið er það ekki síst vinstrimönnum að þakka.

RÚV flytur raðfréttir um vistaskipti Birgis og Fréttablaðið ólmast. Erna verður kjur segja síðustu fréttir.

Samhljómur vinstrimanna er að þótt tilvist Miðflokksins sé slæm þá sé enn verra að Sjálfstæðisflokkurinn styrkist.

Líklegasta niðurstaðan er þó sú að Sjálfstæðisflokkurinn styrkist og Miðflokkurinn blífur.

Ávallt skal þannig fara að vinstrimenn raðklúðri sínum málum.

Ekki það að maður sé að kvarta.


mbl.is Erna verður eftir í Miðflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Eftir háværa umræðu um að koma á persónukjöri,tók ég til að pæla í ríkisstjórn,ekki það að Miðflokknum yrði boðið sæti núna, býr líklega við jafn mikið einelti og aðrir þjóðernissinnaðir í Skandinavíu.En kjósendur sem hafa fylgt Sigmundi að málum hafa oft þurft að ala með sér andstyggð á gamla fjórflokknum,vegna undirlægjuháttar hans við--- ESB.,bíða þeir ekki eftir Lautinant búningi borðalögðum?Það mun vera á dagskrá,þegar þeim hefur tekist að grisja, stofna þeir her!! --Kannski er ekki svo langt þangað til að þjóðleg stjórn sest að völdum, en það sem ég vildi minna á,að einhverjum í öllum flokkum eigum við grátt að gjalda og þurfa þá að gleyma,þess vegna kæmi persónukjör  mörgum betur. 

Helga Kristjánsdóttir, 12.10.2021 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband