Þriðjudagur, 12. október 2021
Léleg vísindi, loftslag og veira
Bresk stjórnvöld hlýddu dómgreindarlaus lélegum vísindum á fyrstu stigum faraldurs Kínaveirunnar, segir í nýrri skýrslu. Afleiðingin var ótímabær dauði þúsunda.
Léleg vísindi eru miður heppileg, hvort heldur þeim er beitt á loftslag eða veiru.
Meint vísindi eru best skilin í samhengi með heilbrigðri skynsemi. Bretar áttu að skella í lás, loka landamærunum fyrr í tilfelli Kínaveirunnar, segir skýrslan, þótt það hefði verið þvert á ráðleggingar lélegu vísindanna.
Engin sambærileg skýrsla er enn tekin saman um lélegu loftslagsvísindin sem fá stjórnvöld til að trúa á manngert veðurfar og búa til efnahagslegar hamfarir í kjölfarið. Sú skýrsla verður töluvert svartari en veiruskýrslan. Þá þýðir ekkert að hlaupa í það skjól að um bráðavanda sé að ræða. Ónei, loftslag er jafngamalt móðir jörð og hefur alltaf tekið náttúrulegum breytingum en aldrei lotið mannasetningum. Heilbrigð skynsemi á alltaf að trompa léleg vísindi.
Athugasemdir
Hér er hægt að lesa frekar kuldalega grein:
Record October Cold To Hit Western U.S. And Europe, Brits Banned From Driving In The Snow, + 'Halo CME' Impact Expected TODAY - Electroverse
Gunnar Heiðarsson, 12.10.2021 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.