Sunnudagur, 10. október 2021
Þjóðarsálin er 70% á hægri vængnum
Það þóttu ekki stór tíðindi á síðasta kjörtímabili þegar tveir þingmenn Vinstri grænna, Andrés og Rósa B., skiptu um lið og fóru til Pírata annars vegar og hins vegar Samfylkingar. Vinstriflokkarnir eru sama tóbakið pakkað í ólíkar umbúðir.
Aftur þykja það stórpólitísk tíðindi þegar Birgir þingmaður Miðflokks gengur Sjálfstæðisflokknum á hönd. Margir mæta til leiks að túlka og setja í samhengi þær pólitísku flekahreyfingar. Ekki síst eru margir yfirlýstir vinstrimenn ósparir á yfirlýsingar.
Stjórnmálaflokkar í senn endurspegla þjóðarsálina og reyna að hnika henni á þá átt sem pólitískur vilji hvers flokks stendur til.
Það er léttvægt þegar liðsskipti eru milli vinstriflokka. Þar er aldrei nema um 30% fylgi. Aftur eru 70 prósent þjóðarsálarinnar á hægri væng stjórnmálanna. Það skýrir uppnámið vegna Birgis.
Sigmundur biðst afsökunar á flakki Birgis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Þórhallsson, 10.10.2021 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.