Þjóðarsálin er 70% á hægri vængnum

Það þóttu ekki stór tíðindi á síðasta kjörtímabili þegar tveir þingmenn Vinstri grænna, Andrés og Rósa B., skiptu um lið og fóru til Pírata annars vegar og hins vegar Samfylkingar. Vinstriflokkarnir eru sama tóbakið pakkað í ólíkar umbúðir.

Aftur þykja það stórpólitísk tíðindi þegar Birgir þingmaður Miðflokks gengur Sjálfstæðisflokknum á hönd. Margir mæta til leiks að túlka og setja í samhengi þær pólitísku flekahreyfingar. Ekki síst eru margir yfirlýstir vinstrimenn ósparir á yfirlýsingar.

Stjórnmálaflokkar í senn endurspegla þjóðarsálina og reyna að hnika henni á þá átt sem pólitískur vilji hvers flokks stendur til.

Það er léttvægt þegar liðsskipti eru milli vinstriflokka. Þar er aldrei nema um 30% fylgi. Aftur eru 70 prósent þjóðarsálarinnar á hægri væng stjórnmálanna. Það skýrir uppnámið vegna Birgis. 


mbl.is Sigmundur biðst afsökunar á flakki Birgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Væri það ekki bara LAUSNIN að taka upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi

(eins og er í frakklandi)

þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað

með stefnurnar í stóru málunum

og þó að það þyrfti að kjósa slíkan mann

í tveimur kosninga-umferðum

þannig að viðkomandi hefði allavega 51%

kosningamannbærra á bak við sig

og þannig löglegt umboð til að sigla á RÍKISSKÚTUNNI

seglum þöndum réttu leiðina inn í framtíðina.

Slíkt gæti verið skárri kostur

heldur en þær marg-flokka-flækjur sem að blasa við okkur í dag.

Eðlilegt ástand er að fjöldinn

FLYKKIST UM ÞANN LEIÐTOGA

sem að er með BESTU STEFNUNA INN Í FRAMTÍÐINA

og þannig myndu yfirlýsingar, völd, ábyrgð og fjárhagsáætlanir haldast betur í hendur

heldur en í því marg-flokka-flækju-kerfi

sem að nú er í stjórnkerfinu:

Jón Þórhallsson, 10.10.2021 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband