Sunnudagur, 10. október 2021
Íslendingaandúð
,,Ung kona af kúrdískum uppruna virtist um tíma hafa náð þingsæti á Alþingi. Hennar fyrstu orð af því tilefni voru að hún vilji beita sér í málefnum útlendinga og innflytjenda. Ég er orðlaus gagnvart svo ótrúlegum og vanhugsuðum skorti á smekkvísi."
Á þessa leið skrifar Rajan Parrikar í Morgunblað helgarinnar. Rajan er asískur innflytjandi með íslenskan ríkisborgararétt. Ennfremur segir hann:
Nú á dögum er alsiða að innflytjendur heimti réttindi jafnóðum og þeir hafa stigið á land, réttindi sem þeir myndu ekki dirfast að fara fram á í sínum heimalöndum.
Lokaorðin eru þessi
Íslendingar hafa sem fullvalda þjóð fullan rétt á að móta sína innflytjendastefnu og þurfa ekki að vera sakbitnir eða þola að lesið sé yfir þeim þess vegna allra síst af fólki sem rekur ættir sínar til samfélaga þar sem kúgun ríkir. Styrkur og seigla íslensku þjóðarinnar er einsleitum uppruna að þakka, ekki fjölmenningarorðavaðli. Látið engan mann segja ykkur annað.
Tilfallandi amen eftir efninu.
Athugasemdir
3 konur og 14 börn þeirra komu til Danmörku í vikunni.
Konurnar eru taldar ISIS stríðsglæpamenn en líklegra er að réttarhöld yfir 100 ára fyrrverandi fangaverði í Auswitch leiði til sakfellingar en að þær hljóti dóm.
Af hverju er maður stimplaður rasisti ef maður leyfir sér að efast um að allir flóttamannaumsækjendur séu gott og heiðarlegt fólk.
Grímur Kjartansson, 10.10.2021 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.