Föstudagur, 8. október 2021
Pólsk lög ofar ESB-lögum
Pólverjar gefa til kynna væntanlega úrsögn úr Evrópusambandinu með úrskurði stjórnlagadómstóls þar í landi um að pólsk lög gangi framar lögum ESB.
ESB hefur horn í síðu Pólverja fyrir að lúta ekki forræði Brussel í veigamiklum málum t.d. er varðar viðtöku múslímskra flóttamanna.
Eftir úrsögn Breta úr ESB, Brexit, styrktist staða Póllands á austurlandamærum Evrópusambandsins. Bæði er að ESB má illa við fleiri úrsögnum, Ungverjar eru einnig Brussel óþægur ljár í þúfu, og svo líka hitt að í austri situr Pútín yfir rússneskum náttúruauðlindum. ESB þarf náttúruauðlindirnar en er illa við rússnesk áhrif. Pólskur óstöðugleiki styrkir Pútín.
Litlar líkur eru á úrsögn Pólverja úr ESB til skemmri tíma. En ESB er ekki stætt á öðru en að hemja sígræðgina eftir fullveldi aðildarríkja sinna.
Athugasemdir
Þarna afhjúpar ESB sig algjörlega. Og það gerðist með LISSABON samningnum, sem tók gildi árið 2009, að ESB breyttist í "SAMBANDSRÍKI" og um leið urðu miklar breytingar á EES samningnum í það að ESB jók yfirþjóðlegt vald sitt þetta vera INNLIMUNARSINNAR að fara að viðurkenna OG VIÐ ÍSLENDINGAR VERÐUM AÐ SEGJA EES SAMNINGNUM UPP ÁÐUR EN ÞAÐ VERÐUR OF SEINT............
Jóhann Elíasson, 8.10.2021 kl. 09:31
Já en Jhann þjóðin er nýbúin að kjósa og rikisstjórnin sem lá maflöt fyrir ESB,þykist hafa styrkt stöðu sína; Verðum við þá að bíða i 4 ár enn.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2021 kl. 12:12
Ertu alveg viss um að ríkisstjórnin sé svo marflöt Helga mín?
Halldór Jónsson, 8.10.2021 kl. 14:27
Nei kæri Halldór eldheitur funi sálar þeirra brýtur sér leið upp á yfirborðið líkt og glóðin í Geldingadal og skynja þá grát klökkir af Gónhóli fegurðina og frelsið hér; Fram,fram aldrei að víkja.----Leikurinn! Áfarm Ísland.
Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2021 kl. 18:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.