Fimmtudagur, 7. október 2021
Mannréttindi að vera þingmaður? Lýðræðið segir nei
Einstaklingar, sem um stund voru þingmenn vegna mistaka í talningu, kæra endurtalningu sem leiddi til réttar niðurstöðu.
Alþingiskosningar eru listakosningar, ekki einstaklingskjör. Við veljum ekki á milli einstaklinga heldur framboðslista.
Þau Lenya Rún Taha Karim Pírati í Reykjavíkurkjördæmi, Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í Samfylkingau eru í raun að kæra sig til þingmennsku á kostnað samflokksmanna sinna sem fengu kjör. Magnús Örn Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, vill einfaldlega ekki una lýðræðislegri kosningu.
Í lýðræði eru það ekki mannréttindi að verða þingmaður.
Lenya skilar kæru til kjörbréfanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.