Fimmtudagur, 7. október 2021
Guð blessi Ísland 13 ára
Ræða Geirs H. Haarde þáverandi forsætisráðherra, Guð blessi Ísland, er komin á fermingaraldur. Ræðan eldist vel. Í henni má lesa sögu dramatísku sólarhringana fyrir hrun bankanna.
Af þeim sökum gat ég þess í gærkvöldi að það væri mat mitt og ríkisstjórnarinnar að ekki væri ástæða til sérstakra aðgerða af okkar hálfu. Engin ábyrg stjórnvöld kynna afdrifaríkar aðgerðir varðandi banka- og fjármálakerfi sinnar þjóðar nema allar aðrar leiðir séu lokaðar.
Þessi staða hefur nú í dag gerbreyst til hins verra. Stórar lánalínur við bankana hafa lokast og ákveðið var í morgun að loka fyrir viðskipti með bankastofnanir í Kauphöll Íslands.
Nú reynir á ábyrg og fumlaus viðbrögð. Ég mun nú á eftir mæla fyrir frumvarpi á Alþingi sem mun gera ríkissjóði kleift að bregðast við því ástandi sem nú er á fjármálamörkuðum.
Banka- og efnahagshrunið 2008 tók fljótt af, var mælt í vikum og mánuðum. Aftur situr enn í okkur pólitíska og siðferðilega lexían sem draga má af hruninu. Svokallaða.
Athugasemdir
Höfum við þörf fyrir "GUÐ" til að blessa ísland
ef að við erum með FORSETA Á BESSASTÖÐUM
sem að nánast hefur það guðlega vald að geta blessað eða synjað
öllu því sem að kemur frá ríkisstjórninni?
Jón Þórhallsson, 7.10.2021 kl. 07:45
Og kommarnir þóttust þess ummkomnir að gera grín að Geir H. Haarde fyrir að bjarga þjóðinni með Guðs hjálp frá sjálfri sér.
Halldór Jónsson, 7.10.2021 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.