Kristrún og hægrisveifla Samfylkingar

Lífið er lotterí, segir væntanlegur formaður Samfylkingar, Kristrún Frostadóttir, um ávinning sinn af kauprétti í Kviku banka þar sem nýkjörinn þingmaður starfaði til skamms tíma.

Hagnaður Kristrúnar er 30 milljónir eftir skatt og meira á leiðinni, skv. Viðskiptablaðinu.

Lífið er lotterí er slagorð úr smiðju hægristjórnmála. Við fæðumst með heppilegt eða óheppilegt erfðaefni, inn í aðstæður sem ekki eru valdar af okkur sjálfum og erum misheppin í fjárfestingum okkar.

Undir væntanlegri formennsku Kristrúnar verður Samfylkingin hægriflokkur. 


mbl.is „Ekkert athugavert við þessa fjárfestingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Einföld spurning á höfund, sem verður líklega ekki svarað, en myndi þá höfundur kjósa Samfó af því að Kristrún efnast og Samfó yrði "hægri" flokkur ? 

Eða bara af því að þingmanið efnast ? 

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.10.2021 kl. 21:57

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég tók þátt í stofnun Samfylkingar en fjarlægðist flokkinn fljótlega. Ef Samfylkingin yrði þjóðlegur flokkur með skynsamlega efnahagspólitík þá er svarið já ég gæti mögulega kosið flokkinn.

Páll Vilhjálmsson, 3.10.2021 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband