Föstudagur, 1. október 2021
Útilokunarráðuneyti
Nýtt ráðuneyti útilokunar hlýtur að vera á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar. Útilokun er orðin viðtekin hér á landi og brýnt að málaflokkurinn fái eigið ráðuneyti. Verkefni ráðuneytisins yrðu m..a. að
- ákveða hvaða skoðanir séu leyfilegar
- ákveða refsingar þeirra sem sýknaðir eru fyrir dómstólum
- ákveða reglur um hvaða ásakanir jafngilda sekt
- ákveða hve mörg ,,læk" þarf til að sekt sé endanlega sönnuð
- velja landslið Íslands í knattspyrnu (NB. aðeins karlaliðið)
Til að spara ríkisútgjöld mætti leggja inn í nýtt ráðuneyti annað gamalt og úr sér gengið. Nýja heitið yrði: Útilokunar- og góðmenningarráðuneytið.
Katrín ræddi við Guðna í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður. Eitthvað meira sem minnir á Sovétríkin sálugu. Þau reyndust svo vel, eða hitt þó heldur.
Ingólfur Sigurðsson, 1.10.2021 kl. 14:24
Held menn ættu að endurskoða fyrningu kynferðisbrota eða ígilda þeirra. Þetta er eini málaflokkurinn sem aldrei fyrnist.
Kannski mætti flokka kynferðisbrot nánar frá nauðgun til káfs og stilla fyrningu eftir alvarleika. Kynferðisbrot eru nú orðin algerlega afstæð eða smekksatriði því miður fyrir þá sem verða fyrir þeim alvarlegustu. Búið að vatna þetta út sem sömu hysteríu og allt annað.
Klapp á rass á fylleríi fyrir 20 árum getur lagt mannorð, feril afkomu og fjölskyldugarð í rúst með einu tvíti. Ef menn setjast ekki niður nú og finna sanngjarna lausn í lögum, mun hér ríkja skálmöld.
Það á svo að gera fjölmiðla ábyrga fyrir persónuleyndarbrotum með sektum. Það gengur ekki að doxa fólk áður en dómur fellur í málum. Engin lög virðast ná yfir þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2021 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.