Fimmtudagur, 30. september 2021
Dómarinn og þægilega innivinnan
Þorri vinstrimanna, sem sækist eftir kjöri á alþingi, er í leit að þægilegri innivinnu á góðu kaupi. Arnar Þór Jónsson héraðsdómari syndir á móti straumnum. Hann segir lausu traustu starfi og heldur í óvissuferð sem varaþingmaður. Dómarinn vill taka slaginn fyrir hugsjónir sjálfstæðrar þjóðar í fullvalda ríki.
Arnar Þór, eins og gefur að skilja, er hægrimaður.
Arnar Þór hættir sem héraðsdómari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skrifast sem tap fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Arnar Þór Jónsson náði ekki kosningu. Arnar Þór er ekki bara hjartahlýr, vel menntaður og víðsýnn hann hefur líka skynsemi til að nýta sér þekkingu sína. Hann vill af heilum hug Íslandi og íslensku þjóðinni vel. Vegni honum sem best í baráttunni.
Ragnhildur Kolka, 30.9.2021 kl. 08:49
Svo algjörlega sammála Ragnhildi Kolka ,,og afar slæmt að Arnar Þór náði ekki inna Þing ....
rhansen, 30.9.2021 kl. 09:32
Alltaf gaman að vera sammála Ragnhildi.
Tek heilshugar undir öll orð hennar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.9.2021 kl. 10:15
Sammála öllum enda stakk ég upp á að hann yrði færður upp af kjósendum,þótt hafi ekki enn heyrt það virki með útstrikunum.
Helga Kristjánsdóttir, 1.10.2021 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.