Sunnudagur, 26. september 2021
Íhaldsmenn, loftslag og dauði
Íhaldsmenn sigruðu í þingkosningunum. Hvorki Framsókn né Sjálfstæðisflokkur eru hreinræktaðir íhaldsflokkar en fara hvað næst því á Fróni, ásamt Miðflokknum. Þá er rétt að þeir átti sig á að skoðanabræður þeirra í Bretlandi, Íhaldsflokkurinn, eru að glata trausti og trúverðugleika af einni einfaldri ástæðu.
Loftslagsmálum.
Boris Johnson formaður Íhaldsflokksins ákvað að taka loftslagsöfgastefnu Grétu Thunberg upp á sína arma og verða kaþólskari en páfinn. ,,Græna hagkerfið" varð stefnan án þess að ígrunda afleiðingarnar.
Bretar eru að brjálast, íhaldsmenn sérstaklega. Sumir reyna að kenna Pútín um, en vandinn er heimatilbúinn frá a til ö.
Vindorka fæst ekki án golu, sólarrafmang er háð þeirri gulu. Allt var þetta fyrirséð.
Á Íslandi sjáum við í gegnum bullið. Að vísu ekki allir. Einhverjir glópar hrúguðu upp verksmiðju á Hellisheiði til að dæla koltvísýringi ofan í jörðina. Sú verksmiðja dælir hálfsdagsframleiðslu gossins í Fagradal af koltvísýringi ofan í jörðina á einu ári. Dygðadella á þessu skala vekur heilbrigðum íhaldsmönnum hrylling.
Það er engin loftslagsvá. Spyrjið vísindamenn eins og William Happer eða Richard Lindzen.
Loftslagsvá er tilbúningur frjálslyndra og vinstrimanna. Íhaldsmenn ættu ekki að trúa bábiljunni um manngert veðurfar og dauðann á næstu grösum. Íhaldsmenn kunna söguna; það var hlýrra á norðurhveli jarðar fyrir þúsund árum en það er í dag. Náttúran stjórnar veðurfari og hefur alltaf gert.
Íhaldsmenn eru raunsæir og trúa á lífið. Látum vinstrimenn um dauðaþrá og heimatilbúnar martraðir.
Nýir þingflokkar koma saman á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Amen á eftir efninu.
Ragnhildur Kolka, 26.9.2021 kl. 18:16
Hér er gott dæmi hvað loftslagsmálin eru ruglingsleg. Ekki dugar að gróðursetja 10 tré fyrir þau eru felld því ?
Forskare: Skogsindustrin är Sveriges största utsläppare av koldioxid | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 26.9.2021 kl. 20:30
Klapp fyrir thessum pistli.👍👍
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.9.2021 kl. 21:08
Ragnhildur.
Aldrei hefur mér dottið sr. Sigvaldi í hug þegar ég les pistla Páls síðuhafa. En þó verður að játa að kannski eru þeir báðir dálitlir þverskallar.
En þverskallar eiga fullan rétt á að segja sína skoðun, enda eru þeir oft kryddið í tilverunni. Tilveran væri óneitanlega harla litlaus ef allir væru alltaf sammála.
Hörður Þormar, 26.9.2021 kl. 21:37
Ha,ha,dettur þér aldrei neitt i hug sem á sér(S)stað Hörður,? Langaði að vita hvernig þú afgreiðir loftsagsmálin,sýnist allir vera að sofna,það smitar svo mb.kv.H.K.
Helga Kristjánsdóttir, 27.9.2021 kl. 03:56
Ég er nógu gömul til að muna súra regnið, fimbul vetur, Al Gore sökkvandi í sæ og nú Grétu Thunberg, til að kippa mér upp við domsdags spár dagsins í dag. Vinstrimenn eru ekki sérlega vandi að virðingu sinni þegar þeir vilja koma höndum yfir peni ga annarra.
Ragnhildur Kolka, 27.9.2021 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.