Gunnar Smári og blaðburðabörnin

Gunnar Smári bakaði ekki pönnsur handa blaðburðabörnum Fréttablaðsins þegar hann réð þar ríkjum í umboði Jóns Ásgeirs í Baugi. Nei, þá réð ferðinni harður kapítalismi. Sigurður Már Jónsson blaðamaður rifjar upp þessa sögu í Fjölmiðlanördum. Sigurður Már skrifar

Það var ekki bara þungi og lág laun sem gerði blaðburðarfólki erfitt fyrir. Þeim var einnig gert að dreifa fjölda auglýsingabæklinga með Fréttablaðinu fyrir litla sem enga umbun. Gunnar Smári hreykti sér af þessari lausn gagnvart fjárfestum. Þessi viðbótarútburður jók vinnuálagið verulega. Það kom iðulega fyrir að bæklingarnir, sem settir voru í dreifingu til viðbótar við Fréttablaðið, voru þyngri en blaðið sjálft.

Og ennfremur:

Þarna gerðist það að núverandi foringi sósíalista jók áþján blaðburðarbarna verulega og rýrði kjör þeirra um leið. Þá lét hann þau kenna á grimmd kapítalismans eins og hann birtist í kennitöluflakki og gjaldþrotum en þau áttu lítil sem engin réttindi gagnvart Ábyrgðasjóði launa sem oft þurfti að stíga inn vegna rekstrar tengdum Gunnari Smára. Ég man það vel að þegar fyrra rekstrarfélag Fréttablaðið fór í þrot mátti finna reiða foreldra víða í Þverholtinu, þar sem ég vann á þeim tíma, í leit að einhverjum ábyrgðamanni.

Hvar var Gunnar Smári þegar launafólk, börn, aldraðir og öryrkjar fengu ekki launin sín? Jú, lagður á flótta á vit nýrra ævintýra. Hann komst í sjóði verkalýðshreyfingarinnar og fær þar fjármagn til að reka flokk sósíalista.

Gunnar Smári bakar núna pönnukökur í matardálki netútgáfu Mogga og býst við að verða þingmaður á laugardag.

Hagfræðingur og faðir blaðburðabarns Fréttablaðsins frá tíma Gunnars Smára bar saman kjör þeirra sem báru út Mogga annars vegar og hins vegar Fréttablaðið. Kjör blaðbera Fréttablaðsins voru 25 prósent lakari.

Sólveig Anna í Eflingu myndi kalla þetta launaþjófnað - ef einhver annar en Gunnar Smári ætti í hlut.

 

 


mbl.is Gunnar Smári tekur alþýðupönnukökurnar upp á næsta stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Og þetta þykist elska alþýðuna og lítilmagnann. Eða er hann sjálfur bara  ástarandlagið?

Halldór Jónsson, 21.9.2021 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband