Nú er það ljótt, SOS á Grétu Thunberg

Eldgosið úr iðrum jarðar undir Fagradalsfjalli hefur þegar dælt upp magni koltvísýrings, CO2, sem jafngildir losun allrar bílaumferðar á Íslandi í tvö ár.

Eins og það sé ekki nóg kemur ógrynni af vetnisflúorkolefnum (HF) upp úr jörðinni við Grindavík. Álíka magn af vetnisflúorkolefnum streymir upp úr gosstöðvunum og af koltvísýringi, eða um tvær milljónir tonna af hvoru það sem af er gosi.

Samkvæmt Umhverfisstofnun eru vetnisflúorkolefni með margfaldan ,,hlýnunarmátt" koltvísýrings. Það má margfalda hlýnunarmáttinn með 124 og allt upp í 14800, segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Stórfelld aukning gróðurhúsalofttegunda á sex mánuðum ætti að skipta einhverju máli um loftslag jarðar ef eitthvað væri að marka kenningar um alheimsvá vegna yfirvofandi hamfarahlýnunar. En það mun enginn senda neyðarkall á Grétu Thunberg og Sameinuðu þjóðirnar vegna Grindavíkurelda.

Í fyrsta lagi vegna þess að náttúran sjálf er hér að verki og ekki hægt að nota eldvirknina í pólitískum tilgangi. Í öðru lagi sökum þess að kenningin um samhengi gróðurhúsalofttegunda og hitastigs jarðar er ekki byggð á vísindum heldur hugmyndafræði. 


mbl.is Hraunið nær nú yfir 4,8 ferkílómetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

kiss Jaaá eins og mín,hélt það væri Gréta Garbo!

Helga Kristjánsdóttir, 20.9.2021 kl. 23:26

2 Smámynd: Hörður Þormar

HF er flúorvetni ekki vetnisflúorkolefni. Þetta er eitruð lofttegund sem kemur upp í flestum eldgosum, t.d. eru Heklugos alræmd fyrir það. Það loðir gjarnan við fín gjóskukorn og getur þannig borist langar leiðir með gosmekkinum. Getur fín gosaska verið mjög rík af HF.

HF sefnast fyrir í gróðri, t.d. grasi, sem gerir það eitrað fyrir búpening. Safnast það fyrir í beinum og veldur svokölluðum gaddi. Gróður þolir það misvel og eru barrtré sérstaklega viðkvæm fyrir því. Við flúormengun verða nálabroddarnir brúnir og við mikla mengun verður barrið alveg brúnt.

Við framleiðslu á áli er notað svokallað krýólít sem er flúorsamband. Við framleiðsluna myndast HF sem berst út í andrúmsloftið ef það er ekki hreinsað burt. Á fyrstu árum Ísal, álversins, var það ekki gert og olli flúor talsverðri mengun í gróðri. Þetta mátti t.d. sjá á barrtrjám umhverfis Hafnarfjörð. Olli þetta miklum deilum og eftir nokkur ár voru sett upp hreinsitæki sem drógu mjög úr þessari mengun.

HF hefur ekkert með loftslagsmál að gera, það skolast fljótt úr loftinu með rigningu.

Vetnisflúorkolefni eru allt annars eðlis. Þau eru manngerð efni sem hafa t.d. verið notuð í kæliskápa. Þau valda eyðingu á ósonlagi gufuhvolfsins og olli það áhyggjum fyrir nokkrum árum. Eftir að notkun þessara efna var bönnuð, mun hafa dregið mjög úr þessari ósoneyðingu, hún jafnvel stöðvast. Þau koma því loftslagshlýnun eða "loftslagsvá" ekkert við.

Ég varð að gera þessa athugasemd því að síðuhöfundur virðist litla sem enga þekkingu hafa á því sem hann er að skrifa um. Vona ég innilega, fyrir hans hönd, að hann hafi meira og betra vit á öðru sem hann fjallar um á síðu sinni.

Hörður Þormar, 20.9.2021 kl. 23:33

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta munu ekki vera hugrenningar greinarhöfundar,heldur er þetta fengið af heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Það kemur mér reyndar ekki á óvart að það sé enginn hjá  Umhverfisstofnun sem hefur vit á loftslagsmálum í ljósi þess að gagnstætt því sem þessi ágæta stofnun heldur fram,hefur CO2 nánast engin áhrif á loftslag.

Borgþór Jónsson, 25.9.2021 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband