Föstudagur, 17. september 2021
Þjóðin vill stöðugleika en fær óreiðu
Þjóðin myndi endurnýja umboð sitjandi ríkisstjórnar, ef þess væri kostur á kjördag. En það eru engir ríkisstjórnarkostir í boði heldur níu framboðslistar.
Stjórnmálakerfið þjónar illa þjóðinni. Kverúlantaframboð eiga auðvelt með að koma sér á framfæri á tíma félagsmiðla. Rausnarleg framlög almannafjár til stjórnmálaflokka bæta ekki úr skák.
Kosningaúrslitin stefna í að vera heimatilbúin handvömm almennings sem ætti að vita betur en að kjósa yfir sig kverúlanta.
Ríkisstjórnin heldur ekki velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu ekki sammála mér um að tak upp FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi
(eins og er í frakklandi)
þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað
með stefnurnar í stóru málunum
og þó að það þyrfti að kjósa slíkan mann í tveimur kosninga-umferðum
þannig að viðkomandi hefði allavega 51% kosningamannbærra á bak við sig
að þá gæti slíkt sam verið skárri kostur
heldur en þær marg-flokka-flækjur sem að blasa við okkur í dag.
Jón Þórhallsson, 17.9.2021 kl. 08:02
Finnst þér Jón þetta virka svo vel í USA?
Í mbl í dag var bent á að Clinton skrifaði undir Kyota bókunina og fékk heimsfrægð fyrir en Clinton reyndi ekki að leggja þessa bókun fyrir þingið og þar með hafði plaggið enga þýðingu í USA en hefur óspart verið notað í alþjóðlegu samhengi.
Grímur Kjartansson, 17.9.2021 kl. 08:13
Í frakklandi geta allir boðið sig fram
og það er kosið aftur á milli tveggja efstu manna
þannig er KJARNINN greindur frá hisminu.
í usa hefur fólk bara 2 valmöguleika;
asnann eða fílinn.
Jón Þórhallsson, 17.9.2021 kl. 08:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.