Þriðjudagur, 14. september 2021
Stórsigur ESB-andstæðinga í Noregi
Miðflokkurinn i Noregi er sigurvegari þingkosninganna. Flokkurinn, líkt og íslenski Miðflokkurinn, er harður andstæðingur Evrópusambandsins og vill EES-samstarfið feigt.
Sósíalíski vinstriflokkurinn bætir við sig og er einnig á móti ESB og vill segja upp EES-samstarfinu.
Rauði flokkurinn gerir þriðja besta mótið í kosningunum. Þar er allt á sömu bókina lært; gegn ESB og út með EES.
Gulli utanríkis, helsti varðmaður EES á Íslandi, hlýtur að vera í taugaáfalli.
Útlit fyrir vinstri stjórn í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll
Málið er nú þetta að við sjálfstæðismenn róum ekki á sömu mið og þessir norsku vinstriflokkar. Eigum við ekki bara að bíða og sjá hvað verður varðandi EES úrsögn Noregs? Ég er reiðubúinn til að leggja mikið undir að þetta mál gufar upp. En það er rétt að við sjálfstæðismenn og ESB andstæðingar erum helstu varðmenn EES á Íslandi og stoltir af því. Við erum nefnilega raunsæismenn.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 14.9.2021 kl. 10:14
Norskir stjórnmálaflokkar, Einar Sveinn, róa á mið norsku þjóðarinnar. Ég hef fylgst með ESB-umræðunni í Noregi í þrjá áratugi. Hún er töluvert meiri og dýpri en hérlendis.
Norðmenn, sem láta sér annt um fullveldi norsku þjóðarinnar, sannfærast í vaxandi mæli um að EES-samningurinn og fullveldið fara ekki saman.
Páll Vilhjálmsson, 14.9.2021 kl. 10:25
Ekki reikna ég með að stjórnmála "fræðingur" RUV muni túlka úrslitin á þennan hátt frekar að hann tengi þetta sigur fyrir evrópskri sammvinu á einhvern hátt
Grímur Kjartansson, 14.9.2021 kl. 11:00
En þess sér ekki stað enn í okkar stjórnmálum að slík umræða sé farin að breyta fylgi flokkanna. Litlu flokkarnir sem bjóða þennan valkost hafa ekki aukið fylgi sitt hér, nú er það Guðmundur Franklín sem er talsvert áberandi í sambandi við þetta, býður uppá þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vilji úr Schengen - sem er skylt mál. Þegar betur er að gáð hljóta margir að verða sammála Norðmönnum, sjálfstæðið er rýrara í svona samtökum. En eins og sagt er, íslenzk pólitík er 30 árum á eftir Skandinavíu.
Ingólfur Sigurðsson, 14.9.2021 kl. 11:12
Gætum við minnkað atvinnuleysið á Íslandi með hertu eftirliti með starfsmannaleigum, sem virðist vera eitt af því fáa sem þessir þrír flokkar í Noregi hafa allir á stefnuskrá sinni. Að takmarka 4 frelsið er ekki vel séð innan ESB
De tre partiene har alle sagt de vil stramme inn reglene for bemanningsbyråer, noe de mener vil føre til flere faste ansettelser.
Grímur Kjartansson, 14.9.2021 kl. 14:39
En svo er það spurning hversu lengi ESB lifir? Nú fer Angela Merkel bráðum frá og komin er hreyfing á fylgi flokkanna í Þýzkalandi. Ekki kannski alveg auðvelt að sjá hvernig það endar.
Vel má vera að ESB eigi eftir að breytast talsvert mikið á næstunni. Sem sagt, mismunandi reglur, mismunandi innri og ytri lög eftir því sem þjóðunum hentar. Annars er meiri hætta á miklum klofningi og vandræðum.
Ingólfur Sigurðsson, 14.9.2021 kl. 17:13
Frábær úrsit i Noregi og svo stutt á milli landa okkar að úrslitin hafa ahrif hér.þess vegna er líkegt að það fari um þá ráðherra sem hafa sagt að póitík sé þeirra vinna og óhugsandi að starfa vð annað.
Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2021 kl. 19:03
Það verður hálf kjánalegt ef við og dvergríkið Lichtenstein værum ein eftir á þröskuldi ESB. Þá væri sjálfhætt með þennan þykistuleik.
Jón Steinar Ragnarsson, 14.9.2021 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.