Fimmtudagur, 9. september 2021
Einn ríkisfjölmiðill - svo bara frelsi
,,Fjölmiðlar eru grundvöllur lýðræðislegrar umræðu," er upphafssetning áskorunar Blaðamannafélags Íslands. Síðan er það útskýrt að enginn munur sé á fjölmiðlum og samfélagsmiðlum.
Gott og vel. Við þurfum aðeins einn ríkisfjölmiðil. Hann má heita Lýðræðistorgið eða Íslandsmiðillinn. Allar Íslendingar með kennitölu gætu fengið sína síðu á þessum miðli og stundað lýðræðislega umræðu - hver með sínu nefi.
Þetta kostar ríkið örfáar krónur. Kannski milljón að hanna og tvær eða þrjár að setja upp. Íslandsmiðillinn þyrfti aðeins 2-4 tæknimenn til að reka batteríið.
Ef einhverjir Íslendingar vildu stofna annan fjölmiðil þá er bara gjörið svo vel. En fyrir eigin reikning, ekki ríkisins.
(Fyrir þessa ráðgjöf verður ekki sendur reikningur til fjármálaráðuneytisins. Tilfallandi höfundur gerir á hinn bóginn ráð fyrir að tekjuskatturinn verður lækkaður enda sparast ótaldir milljarðar á ári sé ráðgjöfinni fylgt.)
BÍ sendir áskorun til stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.