Mánudagur, 30. ágúst 2021
Nató eftir Afganistan
Nató verður að aftengja sig dómgreindarbresti Bandaríkjanna, segir þýskur öryggismálasérfræðingur, og forðast afganskt ástand í Írak í árslok.
En hvað er Nató yfir höfuð að þvælast í Afganistan og Írak? Nató var stofnað í upphafi kalda stríðsins að verjast kommúnisma og ásælni Sovétríkjanna. Kommúnisminn er dauður, Sovétríkin sömuleiðis en Nató sprelllifandi og þykist heimsveldi í miðausturlöndum og Asíu.
Afganistan sýnir svart á hvítu að vesturlönd vaða ekki inn á skítugum skónum og búa til vestrænt ríki í andstöðu við þjóð sem ekki er vestræn.
Vestræna hrokahugmyndin um eitt samfélag fyrir alla heimsbyggðina er dauð. En Nató lifir. Það er mótsögn.
Flugskeytum skotið að flugvellinum í Kabúl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.