Um félagslega ábyrgð nauðgana

Einstaklingar brjóta af sér kynferðislega. Það er ekki fjölskylda, vinir, skóli eða vinnustaður sem ber ábyrgð á afbrotinu, - heldur gerandinn.

Hvorki réttarríkið né siðareglur samfélagsins myndu virka ef gert yrði ráð fyrir félagslegri ábyrgð á kynferðisafbroti. Gerandinn fengi þá málsvörn í hendur að hann væri leiksoppur félagslegra kringumstæðna. Bæri ekki ábyrgð á eigin gerðum. 

Þegar notuð eru hugtök eins og ,,nauðgunarmenning" er þeirri hugsun gefið undir fótinn að nauðgun og kynferðisbrot séu á ábyrgð samfélagsins. Nauðgari gæti borið við þeirri málsvörn að vera félagslega mótaður í leik- og grunnskóla og teflt fram ótal fræðiritum um að félagsmótun fari einmitt þar fram. Konur eru yfir 90 prósent leik- og grunnskólakennara.

Einstaklingurinn ber ábyrgð á eigin gerðum. Ábyrgð samfélagsins er að rannsaka meint brot og eftir atvikum ákæra og úrskurða um sekt eða sýknu. Dómstóll götunnar notar aftur skáldskap eins og ,,nauðgunarmenningu" í pólitískum tilgangi. Mannlífið verður ekki farsælla þegar dómstóll götunnar ræður ferðinni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband