Katrín og Logi - eldgos og bílaumferð

Á 5 mánuðum hefur eldgosið í Fagradal losað meiri koltvísýring, CO2, í andrúmsloftið en allar vegasamgöngur á Íslandi losa í eitt og hálft ár. Ef aðrar gróðurhúsalofttegundir eru teknar með í reikninginn losar gosið við Grindavík álíka og bílaumferð í 3-4 ár.

Gosið er fimm mánaða, þykir lítið og er enn að.

Katrín í Vinstri grænum og Logi í Samfylkingu telja koltvísýring í andrúmslofti, og aðrar gróðurhúsalofttegundir, vera spurningu um líf og dauða.

Hvorki Katrín né Logi ræddu framlag jarðeldanna en varð tíðrætt um að fólk ætti að skattleggja ef það notaði bíla. Útblástur bíla er aftur aukaatriði í loftslagsframlagi Íslands.

 


mbl.is Beint: Ræða Katrínar á landsþingi VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hrikalega vitlaust.
Þú mátt menga eins og þig lystir en þarft bara að kaupa aflátsbréf frá kolefnisverðbréfamarkaðinum í Brussel
Heildarlosun Íslands jókst um 7% á milli 1990 og 2019 og dróst saman um 1,0% frá 2018 til 2019 en nú er allt í einu boðaður 10% samdráttur á ári næstu 10 árin en samt má ekki virkja neina lækjarsprænu vegna umhverfisverndar
Til að toppa vitleysuna þá er losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum ekki hluti af losun sem telur gagnvart skuldbindingum Íslands.

Grímur Kjartansson, 28.8.2021 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband