Blair segir Biden imba - fótspor Trump

Ekki er ofsagt að gagnrýni Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Breta á Joe Biden forseta Bandaríkjanna sé persónuleg. Í endursögn Telegraph, sem að jafnaði er hófstillt útgáfa, segir Blair Biden imba.

Imbar eru samkvæmt skilgreiningu óhæfir til mannaforráða. Enda er flýtur forræði heimsmála í stórfljótum frá Bandaríkjunum til Rússlands og Kína. Bretar leita til Pútín og Kínverja að hafa hemil á talibönum. Bandaríkin eru úr leik með imba sem forseta.

Allt er með ólíkindum í þróun mála eftir fall Afganistan. Biden forseti fylgdi í fótspor Trump sem með breiðum stuðningi bandarísku þjóðarinnar, en ekki elítunnar í Washington, ákvað að hætta hernaðarævintýrum í útlöndum.

Biden fékk kjör sem Ekki-Trump en hélt stefnu forvera síns til streitu í utanríkismálum. En á meðan utanríkismál voru styrkur Trump, hann tapaði kosningunum 2020 á kófinu og kynþáttaóeirðum, reynist utanríkisstefna Trump banabiti Biden.

Hvernig má þetta vera? 

Ein skýring er að af Biden var ætlast að vera Ekki-Trump og hefja ágenga utanríkisstefnu til vegs á ný í anda eftirmálanna frá 11. september 2001. En það var aldrei í kortunum. Í útþenslu sem byggist á hernaðarmætti eru Bandaríkin búin á því. Og það var ekki Trump sem bjó til þá stöðu heldur veruleikinn sjálfur. Hvorki hafa Bandaríkin sjálf lyst á hlutverkinu alheimslögga né heimsbyggðin almennt. Útþenslan frá 2001 er klúður ofan á klúður: Írak, Líbýa, Sýrland, Úkraína og nú Afganistan.

Trump sýndi undanhald Bandaríkjanna sem styrkleika. Gerum Ameríku máttuga og öll sú ræða. Biden á hinn bóginn er miðjusoðinn mildingur, ekki með aðra stefnu eða ásýnd en að vera andhverfa Trump. Andstæðan við stórt er lítið.

Maður finnur til með Biden. Hann varð forseti vegna mótsagnar.

 

 

 


mbl.is Blair fordæmir brotthvarf hersins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Biden var ekki kosinn vegna mannkosta sinna. Engin vildi hann í raun og voru hann og Kamala ansi neðarlega á blaði í forkosningum framanaf.

Fólkið vildi kjósa Trumpinn burt og var sama hvað það fékk í staðinn svo lengi sem Trump færi frá.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.8.2021 kl. 13:57

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Hvar nákvæmlega segir Blair að Biden sé imbi? Geturðu sýnt beina tilvitnun?

Kristján G. Arngrímsson, 22.8.2021 kl. 22:22

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Nei? Engin tilvitnun? Skyldi það nokkuð vera vegna þess að Blair hefur aldrei sagt það sem þú leggur honum í munn? Reyndar þér líkt að fara með staðlausa stafi.

Er ekki svolítið vafasamt að maður sem fer svona frjálslega með staðreyndir og býr til fréttir eigi að heita kennari?

Kristján G. Arngrímsson, 23.8.2021 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband