Ísland eftir amerísku öldina

Ameríska öldin sem gekk í garđ eftir seinna stríđ leiđ undir lok á flugvellinum í Kabúl, er ráđandi frásögn eftir Afganistanklúđriđ. Ameríska heimsveldiđ er liđiđ undir lok, segir í uppslćtti í Telegraph. Ógrynni álíka fréttaskýringa eru í öllum heimsins miđlum.

Ţađ getur veriđ, en er hvergi víst, ađ Bandaríkin verđi fráhverf hlutverki alheimslögreglu. Ein 14 ár eru frá frćgri rćđu Valdimír Pútín Rússlandsforseta á öryggisráđstefnunni í Munchen ţar sem hann harmađi bandarískan og vestrćnan hroka í einpóla heimi. Líklega var skálađ í Kreml ţegar heimsfjölmiđlar veltu sér upp úr rćmum frá flugvellinum í Kabúl. 

Enn er óvíst hvort ameríska öldin sé runnin sitt skeiđ. Ekkert ríki kemst í hálfkvist viđ hernađarmátt stórveldisins. Aftur er nánast öruggt ađ alţjóđahyggja, glóbalismi, er horfin af sviđinu. Bandaríkin og Evrópusambandiđ reyndu fyrir sér međ glóbalisma á jafn ólíkum stöđum og Úkraínu, Írak, Sýrlandi, Líbýu og Afganistan. Eftir Kabúl er glóbalismi dautt hross.

Landafrćđi breytist ekki ţótt hugmyndafrćđi kollvarpist. Á međan Bandaríkin sleikja sárin og gera upp viđ sig framtíđarhorfur munu stjórnvöld í Washington treysta varnarlínuna sem liggur nćst bandaríska meginlandinu. Ný hugmyndafrćđi, kennd viđ raunsći, er ţegar til á teikniborđinu.

Ísland situr í túngarđi Bandaríkjanna landfrćđilega. Ţađ má gera ráđ fyrir ađ Sámur frćndi sćki Frón heim og búi í haginn fyrir nýtt hlutverk stórveldisins á alţjóđavísu.

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bandarikjamenn ćttu kannski ađ fara ađ einbeita sér ađ Kínverjum, áđur en ţađ verđur of seint. Ţessir atburđir eru vatn á millu kommúnistaflokksins, svo ţeir eru ţegar farnir ađ tala um ađ labba inn í Taíwan.

Stćrstu óvinir bandaríkjanna eru ţó innan ţeirra og ráđa ríkjum í Hvíta Húsinu og báđum ţingdeildum eins og er.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.8.2021 kl. 19:27

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Kína hefur reynt mikiđ ađ koma sér fyrir á Grćnlandi vegna málma sem ţar er ađ finna í jörđu.
Ţví hefur veriđ haldiđ fram ađ í Afganistan sé mikiđ magn af Litíum 
ef ţađ reynist rétt ţá gćti áhugi á ţessu fátćka landi gjörbreytast glóbalt

Grímur Kjartansson, 18.8.2021 kl. 19:49

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Veri Sámur velkominn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.8.2021 kl. 20:40

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Víst er hernađarmáttur Bandaríkjanna er öflugastur á hnettinum og nokkuđ víst ađ honum verđur ekki beitt gegn erkióvininum sem býr nánast i sama stigagangi. En af ţeim fréttum sem ég minnist,lognum eđa sönnum, er forsetinn Biden í slagtogi međ Kína sem ku hafa lagt honum liđ í forsetakosningunum. 

Helga Kristjánsdóttir, 19.8.2021 kl. 02:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband