Hver er kjörhiti jarðarinnar?

Júlí­mánuður var hlýj­asti mánuður jarðar síðan mæl­ing­ar hóf­ust fyr­ir 142 árum eða 0,93 gráðum hærri en meðaltal 20. ald­ar sem var 15,8 gráður, segir í viðtengdri frétt.

Gott og vel. Er kjörhiti jarðarinnar þá 15,8 gráður? Eða er kjörhitinn eitthvað hærri líkt og hann var á rómverska hlýskeiðinu?? Eða lægri eins og á litlu ísöld 1300 til 1900?

Hæsta hitastig sem mælt hefur verið á jörðinni er 58 gráður en það lægsta mínus 88 gráður. Þarna á milli eru heilar 144 gráður. Fyrri mælingin var gerð í Líbýu en sú seinni á suðurskautinu. Engum dettur í hug að kjörhiti jarðar sé meðaltal hitastigs í eyðimörk og suðurpólsins.

Það er merkingarlaust að tala um meðalhita jarðarinnar þegar kjörhiti jarðar er óþekkt stærð. 


mbl.is Hlýjasti júlímánuður í 142 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Myndir þú sjálfur t.d. vilja að það væri alltaf 24 gráðu hiti

á íslandi eða á allri jörðinni allan ársins hring?

Jón Þórhallsson, 14.8.2021 kl. 08:56

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef þú leitar á netinu að kjörþyngd þá færð þú einhverja tölu miðað við hæð sem ekki er neinu samræmi við veruleikann
hvað þá meðalþyngd

Grímur Kjartansson, 14.8.2021 kl. 11:38

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

BMI-stuðullin útskýrir málið tengt réttri meðalþyngd m.v. hæð og aldur: 

http://www.mni.is/mni/calculations.aspx

Jón Þórhallsson, 14.8.2021 kl. 12:09

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Betra reikni-líkan: 

http://naering.com/reiknivelar/BMI.html

Jón Þórhallsson, 14.8.2021 kl. 12:11

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Einnig þarf að ræða staðsetningu mæla og tegundir, reglusemi við aflestur, meðalfjarlægð til annarra mæla vegna mismunun hitastigs á mis-afmörkuðum svæðum, breytingar á gróðurfari, byggingum og malbikuðum vegum í umhverfinu, gera frávika-útreikninga vegna allra þessara hluta eins langt aftur í tímann og hægt er (t.d. eru engar mælingar áreiðanlegar sem eru eldri en 1945 og flestar vafasamar fyrir 1991 (þegar mælingar Sovétríkjanna settu höggylgjuáhrif á allar mælingar af þessu tagi). Umfram allt þarf að gera allar mælingatölur aðgengilegar amatörum sem vilja gera reiknilíkön út frá þeim; EN kommúnistarnir sem byggja áróður sinn á fyllyrðingum um hitastig hafa passað sig á að enginn komist í frumgögnin án pólitískrar vottunar.

:)

Guðjón E. Hreinberg, 14.8.2021 kl. 19:12

6 Smámynd: Hörður Þormar

Kjörhiti jarðar, hvað er nú það? Ég hef aldrei heyrt á hann minnst, en það er nú ekkert að marka.

Eiginlega kann ég ágætlega við hitann á Íslandi eins og hann er, þótt stundum mætti vera aðeins hlýrra, ég myndi því kalla hann kjörhita. Ekki er ég þó viss um að íbúar við Miðjarðarhaf séu á sama máli um þessar mundir.

Hitastig á jörðinni hefur hlýnað til muna frá byrjun tæknialdar til þessa dags, vafalaust er það af mannlegum völdum. Sjálfsagt telja margir að það sé til bóta og án efa er Ísland nú miklu búsældarlegra heldur en það var þegar Matthías Jochumsson orti "Volaða land". Það er þó ekki þar með sagt að búsældin haldi áfram að aukast við áframhaldndi hlýnun.

Ég er því sammála Grétu okkar Thunberg og segi: hingað og ekki lengra.

Hörður Þormar, 14.8.2021 kl. 21:51

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þegar vestrænt fólk í Grænlandi var að rækta þar kindur og matvæli þá sá það sennilega hitann sem kjörhita. Og sömuleiðis Rómverjar í Norður-Englandi að rækta vinþrúgur. 

Geir Ágústsson, 15.8.2021 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband