Hitler, talibanar og alþjóðahyggjan

Enginn, nema kannski skrítnir fuglar eins og Winston Churchill, vöruðu við uppgangi Hitlers í Þýskalandi á fjórða áratug síðustu aldar. Churchill var afgreiddur sem sérvitur fyllibytta.

Aftur eru þeir margir sem vara síðustu daga við yfirtöku talibana á Afganistan. Breski þingmaðurinn Tom Tugenhat segir vesturlönd kjósa að tapa Afganistan. Nær væri að segja sigur talibana sögulega nauðsyn að gefinni atburðarás sem hófst með viðbrögðum vesturlanda eftir árásina á tvíburaturnana í New York 11. september 2001.

Vesturlönd, með Bandaríkin og Nató í fararbroddi, hugðust breyta lykilríkjum, Afganistan og Írak, í vestrænar vasaútgáfur. Hugmyndafræðin var úr bókinni Endalok sögunnar eftir Francis Fukuyama. 

En alveg eins og ráðandi vesturlönd, Bandaríkin, Bretland og Frakkland, misreiknuðu Þjóðverja eftir fyrra stríð urðu Bandaríkin og Nató fyrir vonbrigðum með viðbrögð múslímaríkja við kostaboði um vestræna menningu. Hitler sótti viðnámsþrótt til arísku hugmyndarinnar um hreinan kynstofn germana. Talibanar leita í texta miðaldaspámannsins eftir valkosti við borgaralega menningu vestræna.

Nasismi bauð og talibanar bjóða valkost við vestræna menningu. Og fá nokkurt fylgi á meðan afleiðingarnar af tilboðunum eru ekki komnar fram.

Neðanmálsgrein við þessa sögu er að Hitler og talibanar eru á einu máli um uppsprettu illskunnar. Gyðingar eru enda vagga vestrænnar menningar.

Talandi um guðs útvalda þjóð. Jerúsalem Post greinir frá kapphlaupi þjóðríkja að koma sér fyrir í Afganistan: Tyrkland, Íran, Rússland og Kína. Ekki beinlínis bestu vinir vesturlanda.

Alþjóðahyggja, sú vestræna hugmynd að borgaralegt lýðræði sé útflutningsvara, fær útreið í Afganistan. Rétt eins og hún fékk útreið í Úkraínu, Írak, Líbýu og Sýrlandi. 

Spámaðurinn sem fyrstur kom auga á þolmörk vestrænnar útþenslu á 21. öld heitir Donald Trump. Ekki er hann fyllibytta eins og Churchill, en óhætt að segja hann sérvitring. Það er títt um spámenn.

Ráðandi pólitísk öfl á vesturlöndum fengu flog þegar Trump hlaut forsetakjör 2016. Frjálslyndir og vinstrimenn linntu ekki látunum fyrr en Slappi-Jói Biden komst í kjallara Hvíta hússins. Slöpp hugmyndafræði fær liðleskjur fyrir leiðtoga.

 


mbl.is Yfirvöld í Kabúl gefast upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar er RIDDARALIÐ SAMEINUÐUÞJÓÐANA ?

Voru sameinuðuþjóðirnar ekki stofnaðar til að standa vörð um 

frið og frelsi hér á jörðu?

https://www.youtube.com/watch?v=DgITogWbBdI

Jón Þórhallsson, 15.8.2021 kl. 12:16

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Já, þú meinar líkt og Friðargæsluliðið hefur staðið vörð um líf og réttindi Palestínumanna í Ísrael?

Jónatan Karlsson, 15.8.2021 kl. 13:42

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Páll,

Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína og sjá firringuna í hnotskurn.  Spámaðurinn Trump.  Ha, ha, ha, já hann var mikill spámaður!  Enda mikill velunnari Talíbana, sem hann sigaði á Afgönsku þjóðina.  En hann hatar líka þjóð sína og afsalaði öllu valdi til gamla kommans í Kreml, sem var við völd hér alla stjórnartíð litla barnsins.  Endilega haltu áfram að skrifa kómedíur fyrir fáfróða ;)

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 15.8.2021 kl. 13:53

4 Smámynd: Hörður Þormar

Það var fyrir slembilukku að Churchill varð forsætisáðherra  Breta á örlagatímum. Nú þætti hann hvergi vera í þinghúsum hæfur vegna ruddaháttar og drykkjuskapar.

Putin var sóttur til KGB til þess að taka við völdum í Rússlandi á miklum niðurlægingartíma. Ekki er hann geðfelldur náungi, en hann er sennilega einn klókasti stjórnmálaleiðtogi sem er nú við völd.

En hvað veldur því að Bandaríkjamönum virðist vera fyrirmunað, áratugum saman, að velja sér forseta sem er starfi sínu vaxinn?

Hörður Þormar, 15.8.2021 kl. 16:06

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er auðvelt að gera byltingu en erfitt að stjórna svo öllum líki.
Það búa um 38 miljónir manns í Afganistan og landið er fátækt
Það verður mun minna til skiptann en þeir aðilar sem hlupu til og studdu Talibanana í von um auð og völd gerðu ráð fyrir
og hvað gerist þá með öll þessi þjóðarbrot sem búa þar

Annars eru við enn einu sinn að sjá að upplýsingar frá "leyniþjónustum" eru álíka marktækar og Nixon var um Watergate

Grímur Kjartansson, 15.8.2021 kl. 17:22

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Augu mín opnuðust upp á gátt við að lesa þessa litlu bók:

https://foolserrand.us

Afganistan hefur aldrei verið sigruð til lengri tíma, og mun aldrei. Eyðsla Bandaríkjamanna í svokallaðar öryggissveitir er slík að hún myndi setja ríkisvaldið þarna á hausinn strax. Og þegar innfæddir sjá hreinlega talíbana sem illskársta valkostinn (við t.d. morðingja á launaskrá Bandaríkjamanna) þá er fátt í stöðunni en að reyna hjálpa því að hjálpa sér sjálfu. 

Geir Ágústsson, 15.8.2021 kl. 21:02

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf skarpur Páll.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 15.8.2021 kl. 21:09

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Svonefnd dómínókenning um að öll Suðaustur-Asía mybdi falla í hendur Maós ef Vietnam yrði ekki undir hæl Bandaríkjamanna olli því að margir spáðu hinu versta ef Vietnam félli.  

Svo féll það og hefur verið þar síðan án þess að séð verði, að það hefði verið betra, hvað þá mögulegt, að halda öllu landinu á vestrænu áhrifasvæði. 

Ómar Ragnarsson, 16.8.2021 kl. 00:57

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þarf ekki mikið til að vinstrið í BNA fái flog,enda eru sönnunargögnin til sem lamaði þá. Tekið var upp á upp á samkeppni í söguburði svo að mönnum var dátt,eða hvernig túlkar Arnór það ha,ha,ha,- og hver einasta kelling hló.



Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2021 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband