Þriðjudagur, 10. ágúst 2021
Úlfur, úlfur vísindi
Menn eru byrjaðir að lesa nýja loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Einn lestrarhestur er Roger Pielke yngri. Hann vekur athygli á að skýrslan segir svart á hvítu:
Almennt eru líkindi sviðsmynda ekki gefin í þessari skýrslu. (In general, no likelihood is attached to the scenarios assessed in this Report)
Hmm. Vísindin eiga einmitt að gefa okkur líkindin á þessari eða hinni útkomunni að gefnum forsendum, s.s. gróðurhúsalofttegundum í andrúmslofti. Þessi yfirlýsing jafngildir að kirkjuþing tæki fram að guðs vilji væri aukaatriði í málefnum kirkjunnar.
Pielke yngri segir að af þessu leiðir verði notendur sviðsmynda að ákveða líkindin, - sem sagt giska. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs gefur sitt gisk í meðfylgjandi frétt: mannkynið er í kapphlaupi við að tortíma sér ekki.
Á RÚV er önnur ágiskun, að 95% af lífríki jarðar deyi út.
Gréta Thunberg, Gummi umhverfis, Al Gore og allir hinir spámennirnir gefa út sína ágiskun um væntanlegar heimshamfarir.
En eldgosið í Fagradal heldur áfram að framleiða koltvísýring, aðalfæðu plönturíkisins, og jörðin verður grænni.
Úlfur, úlfur vísindi eru aftur aðalfæða fjölmiðla og þeir gera heiminn verri.
Mannkynið er komið í kapphlaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Græna plánetan, Venus?
Þar vantar nú ekki kolsýringinn!!!
Hörður Þormar, 10.8.2021 kl. 16:03
Það var nú bara gaman að konunni í RUV fréttatímanum í gær.
Þorskurinn myndi sennilega halda áframm að vera en aðalfæða hans Loðnan mundi hverfa
Þegar hrun varð í sandsílastofninum hér um árið þá sultu flestir sjófuglar á Íslandi og ungarnir drápust í hreiðrunum.
Ef til vill sendir Guð okkur Makríl aftur en þá má Samfylking eða Viðreisn ekki vera í ríkisstjórn því ESB segist eiga hverja bröndu af þeirri fiskitegund
Grímur Kjartansson, 10.8.2021 kl. 17:39
Síðastliðin tuttugu ár hefur heimsendaspáin verið tíu ár fram í timan. Í hitteðfyrra taldi Gréta heiminn farast eftir 10 ár, sem ættu þá að vera 8ár í dag, en auðvitað eru þetta aftur tíu ár í nýasta öppdeiti.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2021 kl. 19:48
Gréta Thunberg,"enfant terrible".
Hörður Þormar, 10.8.2021 kl. 21:45
Það er ekkert að marka neitt sem kemur frá alþjóðastofnunum, hvorki um loftslagsdulspeki né vírusadulspeki, enda allt saman byggt á tölvulíkönum og ranghugmyndum um PCR-smit. Í dag ríkir hvergi neitt raunsi (nema hjá örfáum bloggurum).
Til gamans má minna á að Alþjóðastofnanir fá vald sitt frá Þjóðríkjunum en eru nú að yfirtaka hið sama vald. Starfsfólk þessara stofnana (eða stofnanirnar sjálfar) greiða enga skatta og ekki er hægt að lögsækja það (eða þær) fyrir glæpi.
Varðandi "Guðs vilja" þá eru mjög þróuð Rabbínafræði Talmúdsins sem sýna fram á að hann skipti engu máli ef rabbínafræðin segi annað (en til eru margir þróaðir Guðfræðingar innan Íslam og Kristni sem eru á svipuðu máli) - þetta er mjög langt mál að útskýra, en áhugavert fyrir heimspekisinnaða.
Guðjón E. Hreinberg, 11.8.2021 kl. 01:53
Ertu loftslags-afneitunarsinni Páll ofan í allt saman?
Viltu ekki bara lesa skýrsuna sjálfur, frekar en að koma með svona eina setningu úr einhverri einni umsögn?
Skeggi Skaftason, 11.8.2021 kl. 10:03
Þessi SAMA grein sem þú vitnar til segir ÞETTA í Conclusion:
Summary:
Highly consistent with AR5 (of course, just a few more years of data)
Little evidence of increasing trends in floods, M&H drought, TCs, tornadoes, strong winds
But evidence for increases in high temps, extreme precip, heat waves, fire weather, A&E drought
Svo greinin er alls EKKI að mótmæla inntaki ICPP skýrslunnar, né því að BREYTINGAR á loftslagi eru í ALVÖRU, þær eru SÝNILEGAR og þær hafa veruleg ÁHRIF á mannkyn.
Skeggi Skaftason, 11.8.2021 kl. 10:09
Nei, bara vísindi :)
Haraldur Rafn Ingvason, 11.8.2021 kl. 11:27
Páll,
í frétt á RÚV-krækjunni stendur þetta:
„Við erum að valda mun hraðari umhverfisbreytingum en hafa áður gerst í jarðsögunni. Áður þegar umhverfi jarðar breyttist hratt, og þá er ég að tala um á þúsundum ára, þá varð gríðarlegur útdauði í lífríkinu og allt að 95% af lífríki jarðar dó út. Þannig að áhrifin geta orðið gríðarleg.“
Þarna er verið að lýsa einhverju sem gerðist sannarlega í fortíðinni. Svo fullyrðing þín ("Á RÚV er önnur ágiskun, að 95% af lífríki jarðar deyi út.") er RÖNG.
Ég vona að þú farir ekki með svona rangfærslur og mistúlkanir á heimildum þegar þú kennir framhaldsskólanemum.
Skeggi Skaftason, 11.8.2021 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.