Gos, glópar og ótti

Fyrir tveim mánuðum hafði eldgosið við Grindavík losað álíka af einni gróðurhúsalofttegund, H2O, og allur bílafloti Íslendinga losar á einu ári. Í kynningu á skýrslu Sameinuðu þjóðanna er Ísland sett í samhengi við loftslagsbreytingar, t.d. í ítarlegri fréttaskýringu RÚV.

En það er ekki stakt orð um framlag Íslands til gróðurhúsalofttegunda með Fagradalsgosi. 

Ástæðan er vitanlega sú að hvorki glóparnir hjá SÞ né á Efstaleiti hafa áhuga á að upplýsa heldur vekja ótta. 

Áhugasömum um loftslag og vísindi skal bent á fyrirlestur Richard Lindzen. Hann er alvöru vísindamaður. Í lok fyrirlestursins segir Lindzen engin gögn styðja hamfarahlýnun. En það aftur styttist í næstu ísöld - eftir nokkur þúsund ár.


mbl.is „Rauð aðvörun fyrir mannkynið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vatn er semsagt stórhættuleg lofttegund?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2021 kl. 17:38

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Vandinn í hnotskurn

Alaborg sement er með stærri CO2 framleiðendum í Danmörku. Ef þeir neyddust til að draga úr losun (þeir juku losun á síðasta ári) þá verður sementið of dýrt og framleiðendur í Tyrklandi og Kína yfirtaka markaðinn en losunin minnkar ekkert

Þegar ég skrifa þetta þá man ég að ég skoðaði sementsverksmiðju í Tyrklandi 1991 og verksmiðju í Danmörku sem framleiddi sementsverksmiðjur 1979 því sementsverksmiðjan á Akranesi var þá að íhuga að byrja nota rafmagn í stað svartolíu - ósköp er maður orðin gamall

Grímur Kjartansson, 9.8.2021 kl. 20:12

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég tók eftir því að þú skrifaðir gróðurhúsalofttegudnin H2O.   Málið er að gleypni hennar á varamgeislum (IR) er sambærileg við CO2.  Munurinn er aftur á móti sá að styrkur CO2 í lofti er óverulegur miðað við H20.  Eins og stendur í Wikipediu  „Being a component of Earth's hydrosphere and hydrologic cycle, it is particularly abundant in Earth's atmosphere, where it acts as the most potent greenhouse gas, stronger than other gases such as carbon dioxide and methane.“
https://en.wikipedia.org/wiki/Water_vapor
Það er bara ekki hægt að skattleggja varnsgufun né stjórna hópum með styrkjum, því þarf að nota CO2 sem blóraböggul.

Kristinn Sigurjónsson, 10.8.2021 kl. 00:17

4 Smámynd: Hörður Þormar

Guðmundur Ásgeirsson.

"Vatn er leiður vökvi sem að varast ber".

Hörður Þormar, 10.8.2021 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband