Laugardagur, 7. ágúst 2021
Evran hamlar sjálfstæði Skota
Um helmingur Skota vill sjálfstæði frá Stóra-Bretlandi. En stuðningur við sjálfstæði og inngöngu í Evrópusambandið hrapar niður í samfylkingarfylgi ef Skotar þurfa að taka upp evru og fórna pundinu, samkvæmt könnun sem Telegraph birtir.
Á Íslandi reyna Samfylking og Viðreisn að selja ESB-aðild með evru. Skotar sem vita sitthvað um fjármál vilja ekki sjá evrópska gjaldmiðilinn.
Merkilegt.
Athugasemdir
Höfundur er maður sjálfstæðis. Þeirra sem vilja ráðum sínum sjálfir.
Höfundur er dugmikill stuðningsmaður Forsætisráðherra Bretlands og hann kóna.
Boris Johnson vill ekki sjá það að Skotland, sem þjóð fái sjálfstæði.
Merkilegt hvað höfundur styður.
Tunnan sem höfundur galar í stækkar sífellt.
Merkilegt !
Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.8.2021 kl. 00:27
Ég held að það sé augljóst öllum sem fylgdust með Brexit að eigin gjaldmiðill er algjörlega nauðsynlegur ef eitthvað land vill ganga úr ESB
Grímur Kjartansson, 8.8.2021 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.