Föstudagur, 6. ágúst 2021
Guðmundur Andri: svona býr maður til krísu
Samfylkingin kann að búa til pólitíska krísu. Að vekja óvissu er fyrsta skrefið, næst er að ala á ótta og loks að telja fólki trú um að himinn og jörð séu að farast.
Helga Vala reið á vaðið í fyrradag og smjattaði á sögum um farsóttina. Í gær kastaði Guðmundur Andri á eldinn þessum sprekum:
Það kom fram hjá menntamálaráðherra að það sé stefnt að því að skólastarf verði haldið með eðlilegum hætti en leiðirnar til þess að svo megi verða, eru óljósar...Við erum í óvissuástandi og þegar það er í óvissuástand þá segir mín eðlishvöt að fara með gát. Taka ekki sénsa og láta fólk njóta vafans.
Guðmundur Andri er í orði kveðnu að tala um skólahald. En hann er fyrst og fremst að vekja óvissu og ala á ótta, búa til krísu. Fjarska einfalt er skólahald fari fram með eðlilegum hætti. Kennarar og nemendur mæta einfaldlega í skóla landsins og sinna sínu.
Til að þingmenn Samfylkingar séu ekki hrópendur í eyðimörkinni er hnippt í vini og velunnara í stéttarfélögum sem koma fram til að segja allt vera að hrynja. Hagsmunahópurinn á Efstaleiti er virkjaður og leiðir fram heimsendaspámenn úr röðum Pírata.
Ef vel tekst til hjá Guðmundi Andra, Helgu Völu og félögum fer fólk að trúa því að himinn og jörð séu að farast. Óvissa og ótti rænir fólk dómgreindinni. Til þess er leikurinn gerður. Í framhaldi stíga óttastjórnendur vinstrimanna á stokk og segja þjóðina þurfa nýja stjórnarskrá til að sigrast á Kínaveirunni.
Stefna að skólahaldi án takmarkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blessaður Páll.
Þú ert ódýr í dag, eins og þú sért að taka til og bjóði vit og skynsemi á brunaútsölu bílskúrsins.
Stærsta heimskan er líklegast að vitna í fólkið sem er á mála hjá erlendu valdi, eins og það komi málinu eitthvað við.
Þú veist mæta vel Páll, það er þegar þú ert ekki á brunaútsölu hinnar heilbrigðu skynsemi, að það er lítt skólahald þegar upp kemur eitt eða tvö smit meðal starfsfólk skóla, að ekki sé minnst á smit meðal nemanda, að þá eru allir sendir heim í sóttkví.
Svar við þeirri spurningu ákalla kennarar og skólastjórnendur, og jafnvel Píratar, sem almennt leggja metnað sinn í að vaða ekki í vitinu, vitna ekki í landsölufólk til að fá svar við þeirri spurningu. Eiginlega ert þú sá eini sem gerir það Páll.
Síðan ert þú hreinræktaður bjáni þegar þú hnýtir svona í heilbrigðisstarfsfólk, og tengir það við hið sama landsölufólk, eiginlega átt þú að skammast þín fyrir það.
Þú veist vel, jafnvel og allir sem kenna sig við Homo, að stjórnvöld opnuðu fyrir innflutning á veirunni, í byrjun sumars, án þess að gera nokkrar ráðstafanir til þess að heilbrigðiskerfið réði við hið aukna álag.
Svo við vísum í hið lægsta Páll, þá vita jafnvel Píratar að á sumrin fer fólk í frí, og því undirmönnun víða.
Þess vegna er krísa í dag, og varpaðu ekki á skuldina á aðra en ábyrgðina bera.
Þú ert jú ekki í Samfylkingunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.8.2021 kl. 15:35
Greta Thunberg taktik sem hún hefur fullnýtt sem krakki sem ekki má vera vondur við. En nú eru Guðmundur Andri og Helga Vala engir krakkar sem þarf að hlífa við óvæginni gagnrýni en eflaust falla einhver atkvæði fyrir þessari froðu líkt og venjuleg
Grímur Kjartansson, 6.8.2021 kl. 19:03
Ótrúlegt að sjá Þórhildi Pírata kvarta yfir að opnun landamæra valdi auknum smitum. Er það ekki einmitt stefna Pírata að hafa engin landamæri? Það skyldi þó ekki vera að bestu sóttvarnirnar felist í að leggja Pírataflokkinn niður?
Theódór Norðkvist, 6.8.2021 kl. 21:20
Skólahald verður með eðlilegm hætti,en til þess þarf að fara með gát,sagði menntamálaráðherra. Áður voru fréttir og reyni einhver að segja að þær hafi ekki verið rauna og hrekkjavökulegar þá hefur hann ekki skilið þær.Aldrei of oft minnt á að PcR test 40 snúninga geta framkallað allt að 97% falskar jákvæðar.
Helga Kristjánsdóttir, 7.8.2021 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.