Föstudagur, 30. júlí 2021
Gunnar Smári stýrir slembivali sósíalista - velur sjálfan sig
Sósíalistar, líkt og annað alræðishyggjufólk, leggja stund á nýsköpun tungumálsins til að breyta svörtu í hvítt og lygi í sannleika. Hér er nýjasta útgáfan:
Slembivalinn hópur félaga úr Sósíalistaflokknum skipar listann fyrir kosningarnar, en fram kemur í tilkynningu að reynsla flokksins hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör.
Slembival þýðir á mæltu máli að tilviljun ráði. Í meðförum sósíalista er komin til sögunnar ,,stýrð tilviljun". En það er eins og að tala um hringlaga þríhyrning. Hvorugt er til nema sem orðavaðall fólks í takmörkuðum tengslum við veruleikann.
Gunnar Smári á eftir að velja sjálfan sig í oddvitasæti. Hann mun gera það með ,,stýrðu slembivali" og hjörðin í kringum hann heldur ekki vatni af hrifningu.
Góðu fréttirnar eru þær að dómgreindarlausasta fólkið rottar sig jafnan saman í flokkum. Listar yfir mannvitsbrekkur sem trúa á ,,stýrðar tilviljanir" verða kynntir í byrjun september.
Þór Saari í öðru sæti á lista sósíalista í SV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með öðrum orðum uppstillingarnefnd.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2021 kl. 16:24
Loksins á Þór Saari von á vinnu. Samsæri heimsins gegn honum hugsanlega misheppnað.
Jón Steinar Ragnarsson, 30.7.2021 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.