Gunnar Smári stýrir slembivali sósíalista - velur sjálfan sig

Sósíalistar, líkt og annað alræðishyggjufólk, leggja stund á nýsköpun tungumálsins til að breyta svörtu í hvítt og lygi í sannleika. Hér er nýjasta útgáfan:

Slembival­inn hóp­ur fé­laga úr Sósí­al­ista­flokkn­um skip­ar list­ann fyr­ir kosn­ing­arn­ar, en fram kem­ur í til­kynn­ingu að reynsla flokks­ins hafi sýnt að niðurstaða slembival­inna hópa gefi í flest­um til­fell­um skýr­ari mynd af vilja grasrót­ar en kosn­ing eða próf­kjör.

Slembival þýðir á mæltu máli að tilviljun ráði. Í meðförum sósíalista er komin til sögunnar ,,stýrð tilviljun". En það er eins og að tala um hringlaga þríhyrning. Hvorugt er til nema sem orðavaðall fólks í takmörkuðum tengslum við veruleikann.

Gunnar Smári á eftir að velja sjálfan sig í oddvitasæti. Hann mun gera það með ,,stýrðu slembivali" og hjörðin í kringum hann heldur ekki vatni af hrifningu.

Góðu fréttirnar eru þær að dómgreindarlausasta fólkið rottar sig jafnan saman í flokkum. Listar yfir mannvitsbrekkur sem trúa á ,,stýrðar tilviljanir" verða kynntir í byrjun september.


mbl.is Þór Saari í öðru sæti á lista sósíalista í SV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Með öðrum orðum uppstillingarnefnd.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2021 kl. 16:24

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Loksins á Þór Saari von á vinnu. Samsæri heimsins gegn honum hugsanlega misheppnað.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.7.2021 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband