Fimmtudagur, 29. júlí 2021
Bandaríkin lokuð, Evrópa mismunar - Trump stefnan alþjóðavæðist
Bretar vonuðust til að Bandaríkin tækju á móti breskum ferðamönnum eftir að Bretar opnuðu landið Bandaríkjamönnum. En nei, Bandaríkin eru lokuð, Bretum sem öðrum. Evrópa fer þá leið að mismuna fólki eftir því hvort það er bólusett eða ekki.
Fyrir farsótt voru landamæri fremur í orði en borði austan hafs og vestan. Trump vildi reisa girðingu við landamærin að Mexíkó og bannaði komu múslíma til Bandaríkjanna. Hann var atyrtur beggja vegna Atlantsála fyrir að myrða frelsi og frjálsa för.
Nokkrum mánuðum eftir að Trump lætur af embætti er stefnu hans hrint í framkvæmd undir merkjum sóttvarna. Frelsi og frjáls för eru minning um veröld sem var.
Aðra sögu að segja af Delta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.